Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 104
102
MÚLAÞING
Gilsá í Fljótsdal, hafði hann þá haldið Hallormsstað í mörg
ár“, Þar er kominn faðir Sesselju á Eiðum d. 1403 (N. a.) og
verður aldrei á móti mælt. Engan veginn er hún öðruvísi af
ættinni Gísla bónda, sem Loftur segir, að sé hennar forfaðir,
og í orðalagi hans felst það, að margir eru afkomendur Gís'a
bónda 1431. Alls konar endileysur um ætt Sesselju eru hér
inieð kveðnar niður fyrir fullt og allt. Nú er það þýðingar-
mikið, að rétt grein á þessu er gjörð. Þess má geta að eitt
í þessari fræðimennsku er að gera þá Þorstein og Þórarin
Andréssyni að einum manni og strika Þorstein út og lofa Þór-
arni að drukkna í Gilsá 1411.
Er þet.ta rétt eitt til dæmis um fólskuna, sem síðari tíma
fíæðimenn hafa leyft sér *að hafa uppi í fræðum — neita
heimildum, strika út nöfn — og því meiri er frægðin! Fleira
af sláku ber hér að minnast á. Sonur Páls og Sesselju var Jón
Maríusfcáld, einn miki!hæfasti Islendingur er lifað hefur. Er
svo talið í gömlum fi-æðum. Eðlilega er þessu hafnað nú á
döigum, en hvargi af rökum, sem nokkurt hald er í, helzt
frændsemisgiftingum með afkomendum Páls og Sesselju, án
þess að ættliðirnir séu öruggir, og án þess að giftingabann
kirkju.nnar hafi verið algert og engir undan komizt. Það er
þvert, á móti, að biskup, erkibiskup og páfi leyfa frændsemis-
giftingar.
Páll á Eiðum gæti verið ríkastur Islendinga, er Vigfús
Ivarsison hirðstjóri felur honum hirðstjórn í forföllum sínum
fyrir 1400.
Þegar Þorvarður Loftsson ríka kvænist, 1436, leggur hann
fram Eiðaeiginir 600 Ihundi-,, og virðast það vera óskertar eign-
ir Ingibjargar móður hans. Ragnihildur Pálsdóttir hefur þá
fengið 600 hundr. líka, og sjá allir, að 1200 hundr. er ektki
allur auður Páls á Eiðum. Jón erfir jafnt og báðar systurnar
1200 hundr., og fer þá að veiða líkindi á Eiðaauðnum um
1400.
Nú gerist Jón Pálsson mikill maður, sem hér verður ekki
gerð grein á. Hann fer í Breiðabólstað í Fljótshlíð um 1432,
og gerist officialis Skálholtsbiskupsdæmtis jafnskjótt, og er nú