Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 106
104
MÚLAÞING
Þau Loftur ríki og Ingibjörg dóu bæði pestarárið 1432.
Au(ður Lofts mundi ihátt á annað hundrað milljónir í Ismá-
krónum herstjórnarfars á Islandi, hvenær sem það var nú!
Þessi grein er að því leyti sérstæð í ættfræðiritum, að hér
er tekið fullt tillit til ættarréttarins á óðals- og aðalsjörðun-
um, sem alltaf gilti í lcgbókum ís'endinga. Engin ættfræði
verður hieiðariega unnin án þes.s að taka fullt tiilit til þessara
gömlu laga cg þjóðhátta, sem fela það í sér, að ættirnar eiga
rétt á 'því að eiga sín óðöl, þótt auðvitað sé það, að ekki isé
ætið vitneskja til stacar um óðöl, er greiða þarf úr ættfræði.
1 byrjun 16. aldar verða bæði Möðruvallamál og Grundarmál
í Eyjafirði um eignarrétt á þeim jörðum. Þau leysast bæði
með tilliti til ættarréttarins, svo afgerandi og sterkur er ætt-
arrétturinn um eignahald jarða. Óðal Gísla ríka í Mörk og
Andrésar Gíslasonar í Mörk getur eldki fnekar verið á annan
hátt í eigu Lofts ríka, en það sem hér bendir til, að Ingibjörg
íkona .haniS, er af ætt Gísla. Þorsteinn hefnr verið elztur af
sonum Andrésar hirðstjóra og átt óðalsréttinn að Mörk, og
nokkuð hefur han.n þurft til að tína af fémunum handa dóttur
sinni til að giftast Páli rika á Eiðum. Þá hefur Sesselja verið
innan við tvítugt, 1396, eða þar um bil, er hún gafst Páli.
Heimilda ier hér flestra getið, en um Benedikt Narfason tók
ég úr ’bók Magnúsar Más Lárussonar prófessors: Sögubrot.
Heimildina um, að Þorsteinn Andrésson hafi verið prestur á
Rangárvöllum, .finn ég ekki nú, því nokkuð er liðið, síðan ég
samdi þennan íþátt að stofni til. Einar Bjarnason, fyrr rlkis-
endurskoðandi, samdi grein um ættina Gísla bónda í ,,Sögu“
1968. Hún fer víðs fjarri því sem hér er skrifað og gerir ekki
niðurstöðu um ættina Sesselju, en dánarár Gísia Andréssonar,
1428, ier þaðan haft.