Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 109
múlaþing
107
Við rastargnýinn eg raunir tel.
Þá reynist mér aldan dyngja.
Minn harm er mér huggun að syngja.
Því blæðir mér hjarta, er sveina eg sé
sveima á niinu flóði
og gef iþað í ljós í ljóði.
Þá lætur svo seiðandi ljúft á Hlé,
er logar af þungum móði
minn ástareldur í blóði.
Því svæfandi verkar hann sveina á,
að sorg er mér döpur í huga,
er oft vill nær yfirbuga.
Og ekkert sefar þá þungu þrá,
er þreytir mig vanmáttuga,
fyrst valdið mér vill ei duga.
Margýgjartrúin hefir gengið yfir all-a Norðurálfu heims og
birzt í ýmsum myndum. Hún er kóngsdóttir, fyrirmynd kven-
legrar fullkomnunar, orðin fyrir nornasköpum. Hún heitir
einnig margú, hafgýgur, hafgú, margígja, og ’hún er nefnd
af töfrasöng sínum. Hún er ihrikafögur vera í hafinu, voldug
og mikil í þjóðtrú allra landa (Karibdis, Lorelei o. fl.). Af
valdi sínu og mætti heitir hún líka hafdrottning. Margýgjar-
trúin er eldgömul, sem sjá má af sögu Ólafs Haraldssonar
helga og möi'gum fleiri ritum fornum.
Eðlisfar hinnar fyrstu margýgjar endurtekur sig einatt, og
því er söngur hennar svo sorgblandinn. — S. S.
Iðnin vinnur það
Þar sem æðir elfan stranga
út í haf með báruglaumi,
harðan veit eg hamarsdranga
ihreykja sér úr djúpum straumi.