Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 113
MÚL AÞING
111
BíLsljórinn kvaðst hafa haft. aug-a með Kjarval út flljótið,
en iþað er um fjögra km leið.
Á iþví svæði er sem kunnugt er land ákaflega lágt, svo að
flóðs og fjöru gætir langt inn fyrir brú. Fljótið fellur um fjöru
í álum milli víðáttumikilla sandeyra, og er einn álli.nn dýpstur.
Á flóði fara eyramar í kaf, en þó er svo grunnt á þsim að
bátur flýtur e'kki yfir nema. ef til vill rétt á háflóði. 'Kjarval
var svo cbeppinn að allar eyrar voru í kafi og ekki hægt að
þræða aðalálinn sem er krókóltur og víða fremur mjór. Ferða-
Mgið út fljótið varð því erfitt og bakssamt, því að í ihvert sinn
sem báturinn stóð fastur varð ihann að stíga útbyrðis og ýta
út í álinn þar sem -hann flaut, svo að 'hann gæti -haldið áfram.
Þe-tta tókst iþó. Bílstjórinn fylgdist með honum frá vegin-
um í fjallinu og ók ekki yfir Vatns-skarð fyrr en báturinn var
horfinn út úr ósnum við Krossíhöfða og kominn í hvarf við
Ösfjallið.
Mér þóttu iþetta töluverðar fréttir, að 73 ára gamall maður
skyldi leggja út í svona ferðalag, því að ekki veit eg til þess
að þes-sa leið h-afi neinn farið einn á báti fyrr. Leiðin öll, frá
Selfljótsbrú inn í fjarðarboin í Borgarfirði, er eftir mælingu
á korti um 21 km. En Kjarval er bæði í hugsun og verlki öðr-
um mö.nnum ólíkui', það þekkjum við Borgfirðingar mætavel.
Oft hefur hann komið á æskuslóðirnar hér eftir ólíklegustu
leiðum af fjöllum. — Mér varð litið út á sjóinn, það stafaði
á -hann í síðsumarkyrrðinni og lóaði hvergi á steini. Eg visisi
að meistarinn var gamalkunnugur árinni og þetta mundi sækj-
ast, með tímanum.
Eg bauð bílstjóranum heim með mér í hádegisve-rð, en hann
afþakk-aði boðið, sagðist þurfa að flýta sér að Bakkagerði til
að ná í síma til Reykjavíkur og láta vita um ferðalag þeirra
Kjarvals. 1 t
Eg borðaði og sagði heimilisfól'kinu fréttirnar. Undruðust
alli;r að þ-etta gamall maður skyldi leggj-a út í svona langa
sjóferð einn á báti.
Um tvöleytið labbaði eg mig út á Landsendann og tók orf
mitt. Ekki var eg búinn að slá nema litla stund þegar -bílstjór-