Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 118
116
MÚLAÞING
Þeg'ar hann hafði etiö cg druhkið sem hann lysti leit hann
í lófa sina og sagðist vcra orðinn anzi sáhhentur og þrcyttur
í skrokknum.
„Eg er *að 'hugsa um að fara ekki lengra í kvöld og fá að
tjalda hérna á Landsendanum og bíða til morguns".
Eg sagði að mér þætti vænna um að fá hann heim í Nes að
hvílast í góðu rúmi. Hann afþakkaði það með ö’lu.
„Eg vil 'beldur sofa háma í tjaldi sem eg hef með mér í
bátnum“.
Þá flaug mér í hug. „Eg ætla að benda þér á eitt, og það
er það, ef nokkuð kular af hafi, þá kemur strax ylgja hér við
Landsendann og getur farið svo að það verði vont að komast
út á bátnum yfir grynningarnar“.
Kjarval svaraði: „Þú hefur rétt fyrir þér, þakka þér ábend-
inguna. Eg fer alla leið í Bakkaigerði'1.
Eg sagðist ætla með honum og róa bátnum inn eftir.
„Nei nei“, svaraði meistarinn, „eg verð að fara einn — já
aleinn — alla leiðina. Til þess var þessi ferð farin að eg færi
hana einn — já, •ileimin11.
Kjarval hallaöi sér að grasi grónu barði. lagði aftur aug-
un, og við hættum að skrafa. Allt í einu segir ihann með lokuð
augu:
,.Eg sá tunnu í fjöiu ur.dir Njarðvíkurfjöllum. Hún er með
boln í báðum endum, og iþung — sjálfsagt fuill af síld“.
Síðan þögn.
Skyndilega reis liann upp.
„Eg má til með að sjá So.ndvíkina, eg var búinn að ætla mér
að lenda í henni cg hvíir. mig við árarnar".
Hann stóð upp berfættur og gekk af stað suður eftir bakk-
anum og við á eftir. Eg leit til bílstjórans og sagði ekki neitt.
Ekki er að orðlengja það, við gen-gum á onnan kílómetra suður
Landsendann og fundum ekki Sandvíkina. Eg vildi lofa hon-
um að leita af sér allan grun. Hann dáðist að náttúrunni.
Nokkrum áratugum áður var Kjarval um vetrartíma á Borg-
arfirði. Þá var hann nokkra daga að glíma við mynd á Lands-