Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 119
MÚLAÞING
Í17
endanum. Hann mun hafa verið óánægður með hana og eyði-
lagði 'hana að sögn.
Við settumst niður í graslaut þar sem heitir Ólafsborg og
var áður sauðabyrgi Desjarmýrarklerks.
„Sjáið þið hestana þarna“, sagði Kjarval allt í einu. Hvar?
„Þarna í Geitfellinu“, og benti austur yfir fjörðinn.
Sandvíkina fann hann ekki, enda ekki von, og minntist ekki
á hana meir.
Síðan gengum við til baka þangað sem dótið var á Máva-
stapabakkanum. Enn var sama stafalognið og hitasólskinið,
sól í miðaftansstað og bar yfir Njarðvílkurfjöil, skuggi í
svartri klettahlíðinni fyrir ofan, en fjöllin austan fjarðar í
sólarskini. Loftið var tært og sýni undravert.
Kjarval horfði í kringum sig, settist og saup á brúsanum.
Að því búnu fór hann í sokkaraa sem voru oronir þurrir að
mestu. Þá fór hann í grænu klofstígvélin sín, og svo var geng-
ið til siávar.
„Hvað heitir hann þessi fallegi klettur?" sagði hann. Bát-
urinn lá hreyfingarlaus bundinn með nýrri fangalínu við
klöppina, gerður úr ljósum viði og olíuborinn. „Mávastapi ‘,
svanaði eg.
Nú man eg ekki ihvernig hann komst að orði, en þarna varð
til nafnið á bátnum:
Gullmávurinn.
Svo fórum við aftur út á klöppina og Kjarval þakkaði mér
með vingjarnlegum orðum fyrir kaffið og ánægjulega sam-
verustund. Hann var nú hress í bragði, lék við Ihvern sinn
fingur og kvað alla þessa ferð verða sér ógleymanlega.
Þegar hann var 'kominn í bátinn o*g var að hagræða árun-
Um lét hann í ljós von um að fá kul í seglin inn fjörðinn til
að lét.ta sér róðurinn. Mér varð lilið til Ihafs, og sá dökka
rönd út af Njarðvíku.fjöllum og segi að ekki sé útilokað að
hann fái hafgolu inn með landinu. Svo reri hann út, voginn
án þess að steyta á naggnum, því að flætt hafði meðan við
dvöldum á Landsendanum. Seglin löfðu þangað til hann kom
kippkorn út fyrir Mávastapahalann, stórsegl og fokka. En þá