Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 120
118
múlaþinG
rann á slinningshafgola, og vængir Gullmávsins þöndust út.
Meistarinn settist undir stýri, og skipið tók skrið inn með
landinu. Við héldum von bráðar af stað í bílnum og fylgdumst
með siglingunni. Bílstjórinn fór inn að Balkkagerði, en :eg
viarð eftir á hlaðinu heima og horfði á eftir Gullmávnum inn
fyrir Geitavíkurtanga. Þar hvarf hann mér bak við Selaþúf-
una, en siglingunni lauk ekki fyrr en inn við Ihafnargarð þar
sem margmenni beið í fjöru til að bjóða hann velkominn. Með-
*al annarra var þar Gestur Árnason, Borgfirðingur og prentari
við Tímann. Hann sendi frétt um förina í blaðið og með henni
fylgdi mynd er Vilmundur Andi-ésson fóstursonur minn tók
af landtökunni. Hvoi-t tveggja kom í blaðinu skömmu síðar,
greinin og myndin.
Veðurguðunum ihafði Kjarval treyst, að þeir yrðu honum
hliðlhollir, og það traust brást ekki. Sigursæll er góður vilji
segir gamalt orðtak. Viljastyrkur hefur verið einkenni Kjarvals
á 'lífsleiðinni, og þá er hægt að vinna sigra ef saman fer
sterkur vilji og áræði. Án þessara eiginleika verður enginn
meistari meistaranna.
Kjarval stanzaði nokkra daga á Borgarfirði í þessari ferð
og lét bí'istjórann bíða eftir sér og renna með sig um sveit-
ina. Hann kom tvo daga út á Landsenda með málarastól og
setiti ihann niður framan við Stekkinn. Þar stóð hann nokkra
klukkutima í einu og málaði fjöllin sunnan fjarðarins. Þegar
þeir fóni til baka settu þeir bátinn á bílinn og óku með hann
upp í Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá.
Þ*ar á Kjarval bækistöð í hvammi við Selfljótið á móts við
Hreimsstaði, lítinn bústað og dálítinn afgirtan blett í kring.
Á blettinum byggði hann sér bátaskýli, og inn í það var
báturinn settur. Þ*ar hefur hann verið óhreyfður í tíu ár sagði
Á leiðarenda. Mynd í Tímanum 2. sept. 1959. Hún er tekin
skammt unda.n Bakkagerðisfjöru af Vilmundi Andréssyni úr
báti sem fór á móts við Kjarval og birtist í blaðinu með frá-
söign um ferðina eftir Gest Ámason.