Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 122
120
MÚLAÞING
mér Björn Guttonmsson á Ketilsstöðum sem hefur eftirlit með
jþessum stað Kjarvals.
Það er ýmsum kunnugt að Ásgeir Sigurðsson skipstjóri gaf
Kjarval bátinn með rá og reiða og fjórum árum. Hann er
smíðaður í Noregi, lítill, tvíróinn. Mjög fallegt og vandað
smíði er á bátnum. Hann er ómálaður, olíuborinn og því (heið-
gulur. Og hann hefur aldrei komið á saltan sjó nema í þetta
eina sinn.
Árið 1900 fluttu foreldrar mínir frá Staffelli í Fellum 1
Snotrunes með böm sín. Eg var þá sex ára að aldri. I fram-
bænujm í Geitavík bjuggu þá Jóhannes Jónsson og Guðbjörg
Gissurardóttir, þá gömul orðin. Sonur þeirra Elías var í fé-
lagsbúi með foreldrum sínum. Elías var stór maður og tharð-
duglegur. Hann dó í Geitavík úr tæringu 1908, rúmlega þrí-
tugur. Mar'grét systir hans v*ar líka í Geitavík, fullorðin og
forkur dugleg. Þessi fjölskylda átti margf sauðfé og var talin
í góðum efnum. Fimmti maður á heimilinu var 14 ára piltur,
systursonur og fóst.ursonur Jóhannesar bónda frá fjögra ána
aldri, þá reiddur í söðli sunnan frá Ytriey í Meðallandi. Piltur
þessi var kallaður Jói — Jói í Geitavík — en hét, og heitir
Jóihannes Sveinsson. Um tvítugt tók hann upp ættarnafnið
Kjarval.
iStutt bæjarleið er milli Snotiuness og Geitavíkur, 10 til 15
mínútna gangur, og daglegur samgangur á milli bæjanna. Tví-
býli var á foáðum fcæjunum og margt fólk, einkum mörg börn
og unglingar sem oft komu saman til leikja. Jói var stilltur
og prúður í framgöngu, hann var meir en í meðallagi hár á
vöxt eftir aldri, beinvaxinn og herðabreiður og fremur mittis-
mjór. H*ann var fríður í andliti, með gáfuleg og falleg augu,
stórt enni og mikið hár, svart, nokkuð toginleitur og þunnur
á vanga.
Okkur krökkunum þótti vænt um þegar Jói kom í Nes.
Hann var stundum með smámyndir sem hann hafði málað af
skepnum og skipum, litir aðallega kálfsblóð og eldihússót.
Hann gerði líka mannamyndir er áttu að tákna álfa og jafn-