Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 123
múlaþing
121
vel drauga og fylgjur. Stundum gaf hann okkur krökkunum
myndir, en þær eru nú því miður tapaðar.
Heldur þótti Jói þungur til vinnu á uppvaxtarárum, gamla
fóstra iSÍnum til angurs og mæðu, en h*ann var annálaður
þjarkur fram á elliár. Jói var látinn sitja yfir kvíaám í Geita-
vík fram undir fermingu.
Mig minnir Jói vera lítið í Geitaví'k eftir 1903. Hann fór á
Mjóafjörð á hvalpláss og síðan á skútu er gekk á þorskveið-
ar. Jóhannes og fólk hans flutti frá Geit-avík 1905 að Borg
í Njarðvík. Jóhannes dó þar að vorlagi 1906. Það sama vor
fluttist Guðbjörg með börnum sínum, Elíasi og Margréti, *aftur
að Geitavík, og þar dó Elias tveim árum seinna eins og fyrr
greinir.
Þegar Jóhannes Kjarval var orðinn fullþroska var Ihann með
stærstu mönnum og glæsimenni í áíiti, og bráðskemmtilegur
og fyndinn í samræðum. Þó gat hann verið misihittur, einkum
þegar hann var úti í guðsgrænni náttúrunni með léreft á grind
fyrir framan sig, þá mátti ekki ónáða meistarann. Nálægt
1920 var Kjarval hér á Borgarfirði að vetrarlagi langan tíma.
Þá málaði hann margar myndir, einkum af öldruðu fólki, kon-
um og 'körlum. Þessar myndir voru gefnar út síðar og þekja
nú stofuveggi víðs vegar um land. I þessari ferð gisti hann
nokkrar nætur hjá okkur hér á Nesi. Faðir minn var þá við
góða heilsu og höfðu þeir margt að skrafa. Þegar faðir minn
átti áttræðisafmæli skrifaði Kjarval honum langt og skemmti-
legt bréf sem eg geymi ásamt kortum og skeytum frá Ihonum,
Eitt sinn að sumarlagi kom Kjarval með málarastól sinn og
setti hann niður á túnið neðan við bæinn. Hann stóð þar mik-
inn part úr þrem dögum, og þarna blasti við honum allur
fjallahringurinn, fjörður og láglendi. Hann skauzt oft heim í
eldhús að fá sér kaffisopa eða matarbita, einkum þótti honum
gott að fá harðfisk, hákarl og súrt slátur. Þá var hann glaður
og lét margt fyndið fjúka.
Annað sinn löngu seinna var Kjarval hér mikinn part úr
sumri að mála. Hann bjó þá í barnaskólanum og þakti vegg-
ina með málverkum og teikningum. Þetta sumar málaði hann