Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 126
124
MÚLAÞING
Eins og áður segir, féll kvísj úr Lagarfljóti austur í Sel-
fljót, og sjást greinilega meúki þess. Er ekki lengra cn 40—
50 ár síðan allgóð lendingaraðstaða var við Unaós. Þá voru
þar ihreinar klappir og smákleittavíl: austur frá ósnum að
austurfjöllunum. Fram yfir 1920 var enn vogur þar sem 10—
20 tonna vélbátar gátu lent við lireinar klappir og hægt að
taka þar upp úr þeim. Árið 1910 var lending við Unaós dkki
talin lakari en svo, að „Austri“, 'hið gamla strandferðaskip,
var stundum fenginn til að koma þar við með vörur, og bátar
og menn frá Njarðvík og Boi-garfirði fengnir til að skipa
upp úr honum, og lá liann þá djúpt undan, ien þetta tókst
ekki nema sérlega gott væri í sjóinn. Úthafsbáru gætti hér
strax, ef ihafátt var. Var því ekk'i hægt að koma nærri Unaósi
nema í rakinni landátt.
1 Borgarfirði er slæm hcfn, c i sá sraóur iiggur svo næni
Unaósi og glögg sjómerki þar, að tiltölulega auðvelt var að
sjá, hvort lendandi væri á Unaósi. I breytilegri átt getur þó
slíkt sjóla.g staðið einn ds.g eða ckcmur, og komu því ekki
aðrir fjariægari staðir til gneina, eins og t. d. Seyðisfjörður.
Vcru ýmis dæmi um það, að þótt lagt væri þaðan að morgni
á vélbát hlöðnum vörum til Uiiaóss og þyrfti aðeins að kome
við á Borgarfirði til að taka menn og uppskipunarbát, þá ga.t
orðið óleridandi, þegar til Unaóss kom. Fram undir 1920 ihöfðu
Héraðsincrm nær eingöngu viðskipti við Seyðisfjörð, jafnt Út-
héraðsmenn og aðrir.
Árið 1920 varð sú breyting á, að flestir bændur í Hjalta-
staðaþinghá og nokkrir af yztu bæjum í Hróarstungu gengu
í Kaupféíag Borgarfjarðar, sem hafði þá starfað í tvö ár. Kom
þá í thlut kaupfélagsins að hafa á hendi alla vöruflutninga frá
Borgarfii-ði til Unaóss. Fyrstu árin voru þessir flutningar
mjög erfiðir, því félagið átti enga vöruflutningabáta. En ein-
mitt vorið 1920 var óvenjurnikið snjóa- og harðindavor, sem
iengi var í minnum haft. Björguðu þá margir bændur í Hjalta-
staðaþinghá og víðar sér út úr þeirn vandræðum með miklum
fóðurbætiskaupum frá Borgarfirði. Var ekki annars kostur en