Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 127
MÚLAÞING
125
að flytja það allt á árabátum til Unaóss, en hægt var inieð
þeim báton að grípa livert takifæri sem gaf.st.
Þessi aðstaða var þó engan veginn bjargleg eða viðunandi,
cvo rúðizt var í að byggja stærri flutningabát véiknúinn, sem
auk þess gat haft allstóran bát í togi. Var þar með hægt að
koma 6—7 tonnum í ferð, og var það mikill munur.
Eftir að Borgfirðingar þurftu einvörðungu að annast vöru-
flutninga til Unaóss, og í þeirra hlut féllu allir aðdrættir
þangað vegna Úthéraðsins, var vandinn og þörfin ennþá meiri
en áður. Kom þar til að vaxandi áhætta var veruleg vegna
staðhátta cg vegaiengdar og ekki við annað að styðjast en
opna báta til ferðanna. Allt valt á dugnaði sjómannanna og
þekkingu þeirra á sjólagi við Unaós, og þó vel liti út að
morgni, gat veðrið breytzt til hins verra, eins og Ihendi væri
veifað, og lending orðið ógerleg.
Mikill munur var þó, að Guðni Þorkelsson bóndi í Gagnstöð
tók að sér fyrirgreiðslu með vörumar á Krosshöfða, eins og
þessi iendingarstaður var venjulega kallaður manna á milli.
Ofitast var það gvo, að Guðni var kominn ásamt noikkrum
mönnum til að taka á móti vörunum, þegar bátarnir komu að.
Þá var ekki kastað til þess höndum að losa bátana. Þessi
nauðsyn fór vaxandi, því segja mátti að lendingarskilyrði færu
síversnandi vegna sandframburðar í lendingarskjólin. Ekki
mátti nema gola af norðaustri eða norðri til þess að allar
bjargir væru bannaðar. Var lending of-t orðin svo erfið, að
bæði bátsmenn og landmenn voru sjóhraktir, en ekki var hæ-gt
að fást um það, eftir að sandurinn bannaði lendingu í afdrepi.
Eftir að svo var !komið, var farið að hugsa fyrir liendingu
fjærri Ihinu-m fyri-a stað, -en það var ófýsilegt ve-gna fjarlæ-gð-
ar frá Krosslhöfða, þar sem vöruskúrarnir höfðu verið byggð-
ir. Það var því úr litlu að velja og enginn kostuiinn góður.
Helzt virtist koma -til greina vík ein, klettaslkora nær hömr-
um fjallanna. Hún var ihyldjúp o-g hrein lending. Staður þessi
heitir Stapavík og eru að henni hami-aflug, nema á einum
stað -er bröt-t skriða. Varð þá afráðið að reisa járngálga niðri
á klöpp utanvert í víkinni og festa þar sveran vírkaðal, sem