Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 128
126
MÚLAÞING
n'.ði upp á klettabrún. Var gálginn niðri hafður þannig á
skerjunum, að hægt var að láta hátinn liggja þar við undir
burðarkcðlunum og flytja síðan með nokkurs 'konar kláfi, er
knúinn var :neð handspili, um % tonn í einu upp á klettana.
Þetta leit bærilega út í fyrstu. Sjólagið var þarna allt ann-
að en við gömlu höfnina og aðkoman sjávarmegin ólíkt betri.
Fyrsta árið sem þessi útbúnaður var, réðist Kaupfélag Borg-
arfjarðar í það að panta vörur með Lagarfossi beint upp í
Stapavík, með því loforði, að vörunum yrði skipað upp á
Borgarfirði, ef ófært yrði á áfangastað. I þetta sinn var
heppnin með. Lagarfoss kom á staðinn og uppskipun í Stapa-
vík gekk fljóitt og vel.
Síðar um sumarið og næsta vetur voru vörur fluttar sjóleið-
is frá Borgarfirði í Sitapavík -og geikk allt sæmilega vel. en
ekki tókst næsta sumar að flytja vörur beina leið til Stapa-
víkur. Þegar skipið kom, reyndist ólendandi þar.
Síðar gsrðist það, að aðstaðan í Stapavík dkemmdist, og
var uni kennt, að brim hefði borið rekavið inn víkina og trén
lent á jámgálgami á klöppi.nni og laslkað hann. Var síðan
reynt að gera við þetta, ien það tókst aldrei til fulls. Um sama
leyti varð dauðaslys við spilið uppi á klöppinni. — Allt þetta
varð til þess að hæít var við uppskipun í Stapavík, og var
hún þar með úr sögunni. Olli þar mestu um, að flutningatæk-
in upp úr Stapavík biluðu svo, að ekki var lagt í að endur-
bæta þau, svo vel væri að treysta.
Þar mieð lauk þessu Stapavíkurmáli, sem stofnað var til
með trú á, að þar fengist lausn á lendingaraðstöðu við Hér-
aðsflóa, og ráðleggii.gum ágæts verkfræðings og .nokkru fram-
lagi frá ríkissjóði við kostnaðinn af framkvæmdunum. En þó
ollu því ekki sízt raunir vegna dauðsfalls mannsins við spilið,
bóndans á Ósi. Félagið reyndi að st.yrkja ekkju hans með
dánarbótum og árlegu framlagi vegna margra barna hennar
í ómegð.
Var iþá næst ihorfið að því að bjargast. við hinn gamla lend-
ingarstað, og fylgdu því þeir erfiðleikar, siem áður er getið,
en ekki var um annað að ræða, og þessum vöruflutningum var