Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 129
múlaþing
127
ihaldið áfram enn um skeið. Jafnframt vöruflutningum til
Krosshöfða þurfti að annast mikla flutninga til annarra staða,
svo sem að Húseyjarsandi vegna bændanna í Húsey, og norð-
ur að Keri undir norðurfjöllum Héraðsflóa. Var það gert
vegna Út-Hlíðarbænda, sem þá höfðu löngum mi'kil viðskipti
við Borgarfjörð. Ald.rei var farið á bátum þangað nema að
vori og sumri, því að lendingaraðstaða á Keri var nær engin.
Þurftu bátarnir -að liggja úti fyrir fjöuborði.nu, og varð að
vaða þaðan í land með vörurnar. Sama var að segja með
flutninga að Húseyjarsandi, þangað var aldrei farið með vör-
ur nema kyrrt væri að sumarlagi. Sóttu Út-Hlíðarbændur
vörur á Krosshöfða á cðrum árstímum.
Suður frá Boi-garfirði annaðisit kaupfélagið vöruflutninga
til Brúnavíkur, Glettinganess og Húsavíkur. Var einnig farið
þangað að vetrarlagi, þegar sjóleiði fékkst.
Erfiðustu og 'hættumestu ferðirnar vegna lengdar voru þó
sumar fcrðirnar til Loðmundarfjarðar, en þær voru farnar um
nokkurra ára skeið vegna viðskipt-a bænda þar við félagið.
Vöruflutningar til Brúnavíkur og Glettinganess hættu, þeg-
ar b.yggð lagðist. þar niður, en til Húsavíkur miklu seinna, eða
ekki fyrr en ruðningsvegur var gerður þangað frá Borgarfirði.
Fyrir kom að ófært var á Krosshöfða um lengri tím-a, svo
að vöruþurrð varð, og vom þá, þegar hestfæri var gott, sótt-
ar vörur á klyfjahie'Stum til Borgarfjarðar um Gönguskarð
og Njarðvíkurskriður, og eitt sinn mun hafa verið farið með
hesta 'og sleða u.tan undir DyrfjöHum til Borigarf jarðar eftir
vörum, en það var torsótt leið og mun ekki hafa verið reynd
oftar. Er ómælt og nietið, hve mikil björg var dregin i bú
frá Krossihöfða, ekki einungis vegna matfanga, heldur einnig
til fóðurbætis búpsnings, er heyþröng var, t. d. veturinn 1935
—36. Þá var svo almennur fóðurskortur hjá bændum á Hér-
aði og Jökuldal, að fellir hefði orðið, ef ekki hefði tekizt íað
flytja fóðurbæti á Krossliöfða, enda var vegurinn yfir Fagra-
dal cfær. E/S Lagarfoss kom þá með korn til Austfjarða.
Þegar skipið kom til Boiigarfjarðar, var ófært þar; beið það
fyrst, en fór síðan til Vopnafjarðar. Þá lægði nokkuð í sjó og