Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 130
128
MÚLAÞING
kcm skipið aftur til Borgarfjarðar, en lendingin á Bakkagerði
var enn ófær. Var þá það ráð tekið að skipi upp sunnanvert
við fjörðinn við Hofstrandanhamar og vörunum hlaðið þar
upp og 'brsitt segl yfir. Þegar því var lokið, snerist til land-
áttar, og var þá flutt dag eftir dag korn til Krosshöfða, auk
íþess sem Borgfirðingar skiþuðu þar upp úr bátum, sem fluttu
fóður frá Reyðarfirði og Seyðisfirði. Meðan á þessum flutn-
ingum stóð, mátti segja, að allir Borgfirðingar, sem verkfærir
voru og lieimangengt áttu með nokkru móti, ynnu nótt með
degi í þessum flutningum, og svo vel tókst til, að sleðafært
var um allt Hérað. Voru suma daga um 100 hestasleðar á
Krosshöfða, er fluttu fóðurbæti víðs vegar um sveitirnar.
Þessir flutningar voru mikið afretk og kostuðu margan
svitadropann, því að engin hjálpartæki voru tiltæk við út- og
uppskipun, og mikið erfiði lögðu Héraðsmenn á sig og hesta
sína við dreifingu fóðurbætisins frá Krosshöfða. En með sam-
stilltu átaki og náð veðurguðanna tókst að forða Fljótsdals-
héraði og Jökuldal frá stórfelldum fjárfelli.
Þegar kom fram um 1940, breyttust fljótt viðskipti kaupfé-
)agsi.ns utan H]'altastaoaþinghár. og stafaði það mest af því
nð vegir um Hérað lengdust og bötnuðu. Skipti þar mestu um
vegabætur frá Reyðarfirði út Eiðaþinghá og norður um Hró-
arstungu og Jökuldal, en úr þeim sveitum var vörusókn mikil
á Krossböfða. Bar mest á því í mikluni snjóalögv.m, og leystu
þá þessar vörur brýna þörf margra af innstu bæjum Hjalta-
staðaþinghár, víðs vegar um Eiffaþinghá, Hróarstungu og Fell
og jafnvel um Hlíð og Út-Jöikuldal.
Með vegagerð milli Borgarfjarðar og Héraðs um 19521)
lauk þessum flutningum til Krosshöfffa, og nú er þetta aðeins
orðin gömul saga — saga af erfiðleikum, áreynslu og sliti
þeirra manna, sem stóðu í áhættusömu erfiði, og taugaspennu
1) Vegurinn var alveg fullgerður sumarið 1957, en fær flest-
um farartækjum 2—3 árum fyrr. — Á. H.