Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 132
Eyjólfur Hannesson fyrrum hreppstj. Borgarfirði:
Tundurduflið á Sauðabana
Fjórða dag apralmánaoar 1942, sem var laugnrdagur fyrir
páska, var ihér ihörku norðaustan blástur, en brimlítið. Étg
hafði áður beðið fólk á bæjunum út með sjónum að gera mér
viðvart, ef tundurduf! sæjust á re'ki inn fjörðinn. Síðdegis
þennan sama d*ag var sent frá Snotrunesi og mér sagt, að
tundurdufl væri á reki grunnt inn með Geitavíkurtanga. Barst
duflið inn fjörðinn skammt utan skerja og hvarf að lokum inn
í svonefndan Sauðabana, sem er klet.tabugur milli Skipafjöru
og Gerðisfjöru, sem næst fyrir miðju þorpinu. Þegar sjáan-
legt var, hvar duflið mundi lenda, var fólk í skyndi drifið úr
næstu húsum. og urðu hús mannlaus frá Svínalæk og upp að
barnaskól*a, en iþangað fóru margir. 1 Tungu, sem er eitt næsta
húsið við Sauðaíbana, varð þó eftir einn maður, Ágúst Ólafs-
son. Hann var maður liðlega sextugur að aldri. Taldi hann
óþarft *að flýja hús þótt tundurdufl kynni að springa í grennd-
inni. r P f
Á Borg í Njarðvík bjó Bóas Eydal. Hann var einn þeirra
manna, sem lær.t hafði að taka sundur tundurdufl og gera þau
óvirk.
Frá því að duflið hvarf undir klettana við Sauðabana, leið
svo ná’ægt hálftími, án þess að nokkuð bæri til tíð-
inda, og fóru ýmsir að hafa við orð að fara heim aftur. Sjór
var fjarandi, og var talið líklegt, að annað hvort væri duflið
óvirkt eða fjarað hefði undan því og það stöðvazt án þess
að springa.
Fg var einn þeirra, sem farið höfðu í barnaskólann, en snar-
aðist nú heim að Bjargi til þess að ná símasambandi við Bóas
og fá hann til að koma og gera duflið óvirkt. Settist ég við
símanm og ihringdi á Njarðvík. Um leið og Njarðvík svaraði,