Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 133
múlaþing
131
fannst mér íeins og húsið kippast tíl, og um ieið kvað við
ærandi hávaði. Blöð og bækur ásamt öðru smálegu, sem var í
hillum og skápum, hvirflaðist kringum mig, og á eftir sumu
sá ég út um gluggann, sem ei.ns og hvarf um leið. iSvo vel
vildi til, að glugginn vissi frá sprengingunni og fór því út, svo
að ég losnaði við glermulstrið.
Án þess að hirða meira um Njarðvík, lagði ég símann á og
'hljóp út — og í sprettinum niður að Tungu til að vitja um
Ágúst.
Meðfram norðurstafninum á Tungu var langur gangur með
dyrum, sem vissu að Sauðabana. Þegar að húsinu kom, voru
útidyrmr hurðarlausar, og hljóp ég í spretti inn um þær.
Var Ágúst þar fyrir og virtist við fyrsta tillit eins og hálfvið-
utan. Spurði ég Ihann másandi, hvort 'hann væri ekki meiddur.
Breiddist þá gamaikunnugt bros yfir andlitið á Gústa, og hann
svaraði í góðlátlegum tón, eins og hann væri að friða krakka:
— Hvaða læti eru þetta? Það er ekkert að mér, en ég held
ég ihafi sem snöggvast misst meðvitund.
Hafði Ágúst verið á leið út, kominn fast að hurðinni og
ætlaði iað fara að fara að opna. Kom þá hurðin á ihann ag
flutti hann með sér yfir í hinn enda gangsins, svo snögglega.
að hann viissi ekiki. hvað gerzt hafði, fyrr en ha.nn var þar
kominn. Hafði hurðin því verið honum isins konar skjöldur.
I Tungu var Jjótt um *ið litast, allt lauslegt úr skorðum
fært, brotnar hurðir og skilrúm, gluggar glerlausir og gler-
flfear oig hrot inn um öll heriberigi. Er ég kom út aftur, (eiftir
augnabliks yfirlit, voru menn að tínast heim til sín og hélt ég
heim að Bjargi.
Varð méir fyrst fyrir að tína s-aman það sem ég gat náð af
því, er fokið 'hafði út um gluggann á símstöðinni. Þegar inn
í húsið kom, var þar allt í óreiðu. Var þvi líkast, sem hvirfil-
bylur hefði geisað þar um herbergin. Allt lauslegt var úr lagi
fært. Gler úr gluggum, hvergi í stórum brotum, mest í smá-
kurli og dusti. Sængurföt voru að vísu í rúmstæðum, en 'hér
og þar milli sænga og sums staðar niðri á rúmibotnum voru
glerflísar og kurl. Víða stóðu glerflísar í gólfi og þiljum. Þótt