Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 134
132
MÖLAÞING
glermulstrið væri hrcinsað eftir beztu getu, voru lengi á eftir
að koma í Ijós glerflísar á ólíklegustu stöðum. 1 herbergi í
miðju húsinu hékk stór slagklukka á vænum járnkrók, sem
skrúfaður var í :þilveggir_n uppi við loft. Að neðan v*ar klukk-
an fest með tveim skrúfum til þess að halda henni í réttum
slkorðum á þilinu. Þessar skrúfur höfðu kippzt út og klukkan
kastazt til hliðar að neðan og skrúfurnar höggvizt inn í þilið
aftur, svo að klukkan hékk þannig föst — hálfgert á ihliðinni
— og hafði stanzað um leið. Sást þar glögglega, 'hvenær dufl-
ið sprakk. Kiukkan hafði stanzað hálfátta. 1 þeim húsum,
sem nær voru Sauðabana gerði sprengingin enn meiri usl>a.
Sem að líkum lætur, var kuldaleg aðkoma í húsunum, sem
verst urðu úti, þar sem norðaustanstormurinn blés óhindrað
inn um opna glugga, svo að jafnkalt var inni og úti. Þá var
hvorki rafmagn né olíukyoding, og eldur hafði verið tekinn
úr ofnum og eldfærum, áður en menn yfirgáfu húsin. Sneri
kvenfólk sér að því að lífga elda, en karlmenn að því að
koma einhverju fyrir gluggana. Var allt tínt til, sem að gagni
mátti koma — pappaspjöld, hlerar og fjalir — og ihrökk sums
staðar ekki til. Var þá notazt við poka og teppi. Var unnið að
þessu fram á nótt, það var kaldsamt verk.
Þótt. kvenfólk hefði gengið að því eftir beztu getu að hreinsa
til og lagfæra innanhúss, sváfu margir í skólanum um nótt-
ina og næstu nætur. Hvort tveggja var, að ekki var búið að
hreinsa nægilega vel glerbrot og annað rusl, og kalt var í
húsunum, því að víða vildi gusta inn um glugga, meðan norð-
austanblásturinn hélzt. Ein.nig mátti búast við fleiri duflum
á meðan. Virtist nú ljóscra fyrir mönnum en áður, hvað gæti
gerzt, ef dufl spryngi e'nhvers staðar liér við fjöruna, þar
sem sprengingin í Sauðabana gerði slíkan usla. Þar var þó
fyrir nokkurra metra hár klettur, sem hlífði næstu húsum við
mesta loftþrýstingnum og sprengjubrotunum, sem tættust á
víð og dreif, allt að eins kílómetra leið — niður hjá Álfaborg,
inn að Leirgróf og upp undir fjall.
Leið svo af páskadagurinn og næstu dagar við ýmiss konar
óþægindi, sem flestir tóku þó vonum betur. Næslu daga var