Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 136
134
MÚLAÞING
uimið að því að þétta betur glugga og gættir, svo að| bægt
væri )að -halda hlýju í (húsunum. Gler var ekki til að neinu
ráði í alla þá glugga, sem brotnað höfðu.
Á fimmtudagsnóttina 9. apríl Ikl. hálfþrjú vaknaði fólk við
sprengjudrunur. Þá sprakk dufl utan við klappirnar niður af
Sæbakka, sem er yzt-a ihúsið í Bakkagerðisþorpi og örskammt
frá sprengjustaðnum. Urðu Iþá skemmdir á þrem húsum —
mestar á Sæbakka, e,n minni á Bakkastekik og S-valbarði, sem
stóðu fjær sprengingunni. Víðar sprungu dufl hér við fjörð-
inn, en hvergi svo nærri húsum, að tjón hlytist af.
Eignatjón og annan skaða, sem ihljótast kynni af hemaðar-
aðgerðum Breta hér við land, áttu menn að fá bætt. Voru því
virtar slkemmdir á húsum og munum og reikningurinn sendur
sýslumanni Norður-Múlasýslu til fyrirgreiðslu.
Skömmu síðar birtust hér tveir Bretar. Át.tu þeir að meta
upp skemmdirnar. Varð þeirr-a mat víðast lægra en okkar. Þó
virtust iþeir hafa fullan hug á að rannsaka skemmdir til hlítar.
Vorum við, sem áður höfðum metið skemmdirnar, óánægðir
með mat Brelanna, því að okkur hafði komið s-aman um að
meta allt svo vægilega, að fullvíst væri, að tjónið væri hvergi
ofmetið. Höfðum við því sleppt ýmsu smávægilegu algerlega.
Varð úit af þeasu nokkurt. þref.
Bentum við á, að auk þeirr*a skemmda, sem sjáanlegar væi-u,
mundi vera bæði naglslit í þökum og ýmsar aðrar skemmdir á
húsum þeim, er næst voru sprengingunni. Beindist talið meðal
annars að sprungum á steinhúsum t. d. steinhúsinu Ktlöpp,
sem þá var sláturlhús Kaupfélags Borgarfjarðar. Klöpp var
það húsið, sem næst stóð sprengjustað — nánast á brún
Sauðabanans. Töldum við að rífa þyrfti a. m. k. annan hlið*ar-
vegginn og steypa upp aftur. Það töldu Bretarnir óþarft.
Skýrðu þeir fyrir okkur, hvernig gert væri við svona skemmd-
ir í Englandi. Borað væiri í vegginn sitt hvorum megin við
sprunguna og hann síðan spengdur. Varð okkur þá ljóst, að
þetta var gamalkunn aðferð, sem við höfðum þó ekki séð not-
aða, nem*a til að spengja skálar, diska og önnur ílát, sem
sprungið ihöfðu eða brotnað.