Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 137
múlaþing
Í35
Sögðu Bretarnir okkur, að vildum við krefjast yfirmats,
yrðu sendir 'hingað aðrir menn til að framkvæma iþað. Færi
þá greiðsla eftir þsirra mati, hvort sem það yrði ihærra eða
lægra — og óvist hvað þetta kynni að taka langan tíma, á
hinn ‘bóginn tælkju þeir ábyrgð á skilvísri greiðslu eftir því
mati, sem þeir væru búnir að gera. Varð það að samkomulagi
að kalla saman alla, sem fyrir tjóni höfðu orðið og láta hvem
einstakan segja til um, hvorn kostinn hann vildi taka. Samd-
isit um greiðsluna að mestu eftir m-ati Bretanna, nema [um
Klöpp, um hana varð ekki samkomulag í það sinn.
Mat okk-ar höfðum við framkvæmt með hliðsjón af verðlagi.
Þá var dagsverk kr. 20—25, sementspoki kr. 15, gler 2 aurar
ferþumlungur og annað viðgerðarefni á hliðstæðu verði.
Fer hér á eftir lauslegt yfirlit yfir skemmdir og mat okkar
á þeim —- og í öðru lagi greiðslu Breta. Sést á því, ihver
l
ágreiningur var um matið á hverjum stað. Eru húsin skráð í
þeirri röð, sem um þau v-ar endanlega samið.
1. Samkomuhús Ungmennafél. Borgarfjarðar (Gamli skólinn)
Járnklætt timburhús. Fjarlægð frá sprengingu 150 metrar.
Brotnar 8 rúður og eitt ljósfæri.
Metið .................ikr. 160.00
Greiðsla Breta ........ — 140.00
2. Brautarholt. íbúðarhús úr steinsteypu.
Fjarlægð frá sprengingu 90 metrar.
Brotnar 13 rúður. Sprengdur dyrakarmur. Brotinn reyk-
háfur. Sprungið skilrúm.
Mat.................... kr. 200.00
Greiðsla Breta ........ — 175.00
3. Læknishús (Nú Sæból). íbúðarhús úr timbri. Járnklætt.
Fjarlægð frá sprengingu 80 metrar.
Brotnar 28 rúður. Veggfóður í einni stofu ónýtt. Miðstöðv-
arofn laus. Sprengdir 3 dyraumbúningar. Brotinn reyk-
háfur. Þakjárn laust á köflum. Brotnir 17 diskar cg fern
bollapör m. m.
Mat .................. kr. 1000.00
Greiðsla Breta ....... — 655.00
4. Oddi. Ibúðarhús úr steinsteypu.
Fjarlægð frá sprengingu 65 metrar.