Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 143
Guðmundur Eyjólfsson Þvottá:
klíir 0} íveitnur prestum d Hofi í ílftafirði
þáttur af séra þórarni prófasti erlendssyni
ÍÞóraiinn Erlendsson (10. febrúar 1800—28. apríl 1898).
Prestur. Foreldrar: Erlendur Árnason í Heilisfirði og kona
hans Ólöf Jónsdóttir á Skeggjastöðum í Fellum, Oddssonar.
Lærði í heimaskóla 4 vetur hjá síra Benedikt Þorsteinssyni á
Skorrastöðum, síðan 3 ár hjá síra Árna Helgasyni, stúdent
frá honum 1822. Var sáóan hjá síra Benedikt á Skorrastöðum
2 ár, vígðist 28. maá 1826 aðsfoðarprestur sira Magnú&ar Ól-
ufssonar í Bjarnanssi, fékk prsstakallið 14. apr. 1829 og varð
s. á. prófastur í Austur-Skaftafellssýslu, fðkk Hof í Álpta-
firði 24. nóv 1843, fluttist þangað vorið 1844, sagði þar af
sér prestskap 11. nóv. 1881 frá fardögum 1882, bjó síðan um
tíma í Múla í Álptafirði, en flutti síðan aftur að Hofi til
vistar þar og andaðist (þar.
I skýrslu Helga byskups Thordersens 31. dec. 1850 er síra
Þórarinn talinn lítill keimimaður í öllum grei.num og gáfna,-
daufur, en valmenni og ástsæl1, hófsamur og góður búmaður.
Kcna: Guðný (d. 8. maí 1878 á 77. ári) Benediktsdóttir prests
á Skorrastöðum, Þorstemss'onar. Börn þeirra, sem upp kom-
ust: Erlendur sýslumaður í Isafjarðarsýslu, Ólöf átti Erlend
Bjarnason í Hcllisfjarðarseli, Guðrún átfi Karl koupmann
Tuliniur. í Eskifirði, síra Þcrsteinn í Heydölum, Þrúður átti
Harald Briem í Bú’andsnesi). P. E. Ó. ísl. æviskr.
Eins og getið er um í íslenzkum æviskrám hætti séra Þór-
arinn prestskap vorið 1882. Hann flutti þá í Rannveigarstaði,
en ekki í Múla eins og sagt er í æviskránum. Vilboi g uppeld-
iadóttir þeirra hjóna var þá gift Jóni Björnssyni frá Flugu-
stöðum og byggði séra Þórarinn Jóni jörðina Rannveigarstaði
og þangað flutti hann til þeirra og dvaldi hjá þeim æ síðan,
til 1898 að hann lézt. Kona hans dó eins og áður segir 1878,
hún hafði gengið rneð sjúkdóm í nokkur ár og mun hafa