Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 144
142
MÚLAÞING
v:rið kmbbr.mein. Var Vilborg búin að hafa húsmóðurstörfin
í mörg ár hjá fós-tra sínum, og til hennar kaus hann að fara
er hún giftist. Naut hann 'þar góðrar aðhlynnimgar í ellinni
hjá þeim hjcnuni.
Bg hcyrði að séra í'órarinn hcfði gert Vilborgu vel að
heiman er þau Jón byrjuðu búskapinn, lét þau hafa eina kú,
eitt hross og 18 ær, allt framgengið.
Talið er að séra Þórarinn hafi flutt 'hingað austur árið 1843
og var því búinn að þjóna hér Hofs- og Hálssóknum um 40
ára skeið. Hafði að vísu ekki nema Hof nokkur síðustu árin,
fékk aðstoðarprest í fjögur ár, Eggert Briem bróður Haralds
tengdasonar síns. Haraldur bjó þá á Rannveigarstöðum, en
er Eggert fór norður að Höskuldsstöðum tók séra Þorsteinn
sonur séra Þórarins, sem þá var prestur í Berufirði. að sér að
þjóna Hálssókn.
Þórarinn prófastur var nú orðinn háaldraður, kominn yfir
áttrætt, og hafði þjónað hér niestan sinn prestskap. Margt af
sóknarfólkinu var alið upp af honum í kristilegum fræðum.
Hann hafði skírt margt af safnaðarmönnum fermt og gift.
Þótt ekki væri hann dáður sem neinn afburða ræðumaður var
hann sar.it mjög virðulegur í embætti og öll framkoma hans
fyrirmannleg og litu sóknarmen.n almennt upp til hans. Líka
var hann mikill ráðamaður í sveitarmálum ásamt hreppstjóra.
Búmaður var har.n talinn góður og 'konan e-kki sdður. Árin
sem íhann var í Bjarnanesi átti hann bát og sótti sjóinn og
var fonnaður við Iíornafjörð, enc’a sennilega vanur sjósókn
úr sinni hcimabyggð, Norðfirði.
Eftir að hann kom í Hof cignaðist hann margt fé, enda er
jörðin góð fjárjörð, ert fjárræktarmaður þótti íhann ekki.
Hrúta valdi hann ekki öðru vísi e.n að það væri bara hrútur
sem hægt væri að nota á á, en átti þó vænt fé. Hann þótti
beita hörðu við fé sitt og vildi ekki gefa ef sást á melkoll eða
mosahnaus. Sagði hann þá: „Heilla mín, þarf ekki að gefa,
það er sumaúhagi“.
Hlunnindi voru þarna meiri en í Bjarnanesi; æðavarp í
eyjum, bæði í Brimilsnesi og Þvottáreyjum, líka fjárganga,