Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 149
mulaþing
147
steinn með áletrun um fæðingardag, dánardag og -ár þeirra
beggja.
(Heimildir: P. E. Ö. ísl. æviskrár, ýmsir sóknarmenn og
samtímamenn).
ÞÁTTUR af séra brynjólfi jónssyni
(Brynjólfur Jónsson (12. júní 1850—2. júlí 1925). Prestur.
Poreldrar. Jón dómstjóri Pétursson og f. k. hans Jóhanna
Sofía Bogadóttir stúdents að Staðarfelli, Benediktssonar. F.
að Hamri í Þverárblíð. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1862, varð
stúdent 1871, með 2, cinkunn (51 st.), próf úr prestaskóla
1874, með 2. einkunn lakari (31 st.), hafði verið í háskólanum
í Kh. veturinn 1871—2. Fékk Meðallandsþing 28. apríl 1875,
vígðist 9. maí s. á., Rcynisþmg 28. marz 1876, Hof í Álpta-
firði 29. nóv. 1881, Bergsstaði 19. nóv. 1885, Ólafsvöllu 15.
jan, 1886 cg 'hélt til æviloka. Kona 1 (7. júní 1880) Ingunn
(d. 3. febr. 1896) Eyjólfsdóttir í Vælugerði, Gestssonar. Börn
þeirra, sem upp komust: Jón Jóh-ann á. Ólafsvöllum, Pétur
Ijósmyndari í Rv., Bcgi sýslumaður i Húnavatnsþingi, Helga
átti fyrr A. Berte’sen kaupmann í Rv., þau skildu, síðan O.
Andreassen verkfr., Sigtþrúður óg., Ingimar stórkaupmaður í
Rv. Kona 2: Steinunn Hannesdóttir að Hvoli í Ölfusi, Hann-
essonar, ékkja Magnúsar að Bíldsfelli, Guðmundssonar að
Bíldsfelli. Skildu þau eftir skamma stund). P. E. Ó. ísl. ævi-
sbrár.
Árið 1882 kom hingað í Hofs- og Hálssóiknir ungur prestur,
Brynjólfur Jónsson. Hann Ihafði áður þjónað í Reynisþingum
í fimm ár.
Hinn ,nýi prestur, sem veitingu 'hafði fengið fy.rir þessu
preistakalli, var vitanlega öllum að öllu leyti ókunnugur. Mönn-
um hafði aðeinc foorizt til c.yrna að fcúið væri að veita presta-
kallið og að preoturinn væri hátt ættaður heiðursmaður, eins
og Jþar stendur, og foar með var niikið fengið. En þar sem
hinn gamli, vinsæli og viróulegi prestur, séra Þórarinn, skildi
eftir í hugurn fólksins svo góðar og lilýjar minningar hlaut,
það að gera miklar kröfur til hins unga cg nýja sálusorgara.
Brynjólfur hét ha.nn Jónsson háyfirdómara Péturssonar.