Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 150
148
MÚLAÞING
Sjálfsagt mátti mikils af ihonum vænta; ekki var ihann í það
minnsta svo lágrar ættar og sennilega hálærður maður.
Svona ályktaði nú fólkið. Fyrsta messudag hjá hinum nýja
presti var kirkjusókn mikil. Bæði var að fólki var forvitni að
sjá prestinn og toyra, og svo var þörfin orðin mikil eftir
guðsorði því messuföll höfðu orðið tíð á ihinu liðna ári.
Nýi presturinn var viðfeldinn og alúðlegur, Iheilsaði hvierj-
um pnanni af lítillæti sem bar og gaf sig á tal við fólkið,
spurði ýmissa spurninga, svo sem hvað það héti og hverra
manna það væri, og fólkið leysti úr spurningunum eftir beztu
getu. Um margt fleira spurði presturinn og þóttu sumar spur.n-
ingar hans heldur ihlálcgar.
Ekki var prestur mikill fyrir mann að sjá, fremur lágvax-
inn en snotui- maður, hálfskrýtinn í máli, sem maður þó vand-
ist. Kona hans hét Ingunn Eyjólfsdóttir bónda Gestssonar frá
Vælugerði í Flóa. Maddama Ingunn var mesta myndarkona
bæði í sjón og raun, kynntist bæði fljótt og vel og þótti mesta
búkona, enda bjargaðist heimilið að öllu leyti undir 'hennar
stjóm og forsjá, og ungs manns sem þarna var á heimilinu og
segja mátti að ‘þau fengju með staðnum og var hjá þeim vist-
Imaðíur iþau ár sem þau dvöldu þar cg mun hafa haft þar
verkstjórn að miklu leyti. Maður þessi hét ‘Guðni Eiríksson.
uppalinn á Hofi hjá þeim prófastshjónum séra Þórarni og
maddömu Guðnýju. Guðni var dugnaðarmaður og trúr í starfi.
En presturinn var með öllu utanveltu í búskapnum og skipti
sér ekki af neinu heimilinu til framdráttar nema það er emb-
ættið gaf af sér.
Séra Brynjólfur fór ekl'i dult með álit sitt á ættgöfgi ma.nna.
Hann mun hafa 'verið vel ættfróður og ræddi oft um ættir, og
þar sem hann fann fátt í æbtum manna er hann taldi til heldra
fólks, þá kellaði ha.nn sauðsvartan almúga.
E|g ætla að taka lítið sýnishorn úr Islenzkum sagnaþáttum
Guðna prófessors Jónssonar um Eyjólf í Vælugerði tengda-
föður séra Brynjólfs. Um ætt konu sinnar sagði séra Brynj-
ólfur að hann væri búinn að rekja hennar ætt í 11 ættliði og
í þeirri ætt íhefði hann fundið ei.nn hreppstjóra. Það þótti