Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 151
MIÍL AÞING
Í49
honum nokkuð dökkt. I sagnaþáttum Guðna segir um Eyjólf:
. árið 1846 reisti hann bú í Vælugerði í Flóa. Kona hans
hét Helga (f. 1810) Þorláksdóttir bónda í Glóru í Eystrihreppi,
Gizui-arsonar. Bjuggu þau ihjón í Vælugerði til ársins 1886, en
þá brugðu þau búi og fluttust upp í Hrepp á sína sveit. Þau
áttu 9 börn, er fóru á sveitina, flest barnung. Öll mönnuðust
þau vel og urðu nýtir menn. Eyjólfur var einkennilegur um
margt, og gengu ýmsar sögur af honum manna á milli. Voru
margar þeirra hafðar eftir honum sjálfum".
Þá segir að fremur muni Helga kona Eyjólfs hafa átt erf-
iða ævi hjá ihonum og er sú lýsing ljót. Helga var sögð mikil
gæðakona. Sumt af því sem um Eyjólf er sagt virðist benda
til þess að hann hafi tæplega verið með fullu viti á iköflum.
Þá segir enn fremur:
„Eyjólfur var svo léttur á fæti að fádæmum sætti. Vetur
einn reri hann úti í Selvogi; var hann þá trúlofaður Helgu,
er síðar varð kona hans. Um páskana fcr hann að finna unn-
ustuna; hún átti þá heima í Háholti í Eystrihrepp. Ekki er
þes.s getið, hvenær Eyjólfur lagði af stað um morguninn, en
um miðjan dag var hann kominn upp á Murneyri, skammt
fyrir framan Þrándarholt í Eystrihrepp. Mætti hann þá manni,
se^n spurði hann, hvað snemma hann hefði farið úr Selvogi,
„Éjg fór áðan“, svaraði Eyjólfur“.
Tík sem fylgdi honum þá gafst upp á leiðinni. Eftir það var
hann oft, kallaður tíkarsprengui’.
Eftir þeirri lýsingu sem gefin er af þeim hjónum virðist þar
hafa verið mikill hjónamunur; henni flest vel gefið en honum
miður. Þá segir:
„Ein dóttir Eyjólfs var kona séra Brynjólfs Jónssonar á
Ölafsvöllufn á Skeiðum. Húr. hét Ingunn. Þótti Eyjólfi það
mikil upp'hefð fyrir sig að mægjast við prest, og mundi vel
að draga e'kki af dóttur sinni maddömutitilinn, er hann talaði
um 'hana“.
Margt kátlegt er þarna fleira um Eyjólf.
Aldrei snerti séra Brynjólfur á verki 'heima fyrir, enda
sennilega óvanur likamlegri áreynslu, en hann las bækur og