Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 153
múlaþing
Í5Í
voru kýr undir palli. Prestur kom eittlhvað að utan og lagði
í stigann upp á loft. Er hann hafði gengið upp nokkur þrep
varð honum fótaskortur og valt síðan eins og kefli beint nið-
ur í flórinn sem lá þvert að stiganum.
Eitt sinn í brúðkaupsveizlu að Starmýri lenti hann i orða-
sennu við mann sem Bergsveinn Ihét og eftir því sem sennan
harðnaði varð prestur æstari og lyktaði með þvd að prestur
gaf honum bylmingShögg á kjammann með flötum lófa, öðru-
vísi sló thann aldrei mann, en Bergsveini fór líkt og fýlnum
þegar ræna á thann eggi eða unga.
Það hefur ávallt verið venja hér, þegar tún hafa verið al-
hirt að htafa töðugjöld og hafa þá góðan mat. Þennan sið
hafði maddama Ingunn líka.
Eitt sinn bar svo til að Hofsfólkið var á engjum daginn
sem töðugjöldin skyldu höfð, en þær eru alllangt frá og var
nú mannfátt heima að koma matnum til fólksins.
Talaði Iþá maddaman að því við mann sinn að thann létti
sér upp, meðfram sér til gamans, og færði fólkinu veitingarn-
ar. Hann tók þessu elkki fjarri. Var svo náð í hest, lagður á
hann hnakkur og úttroðin taska spennt aftan viö. Settist svo
prestur á bak og var hinn brattasti, reið út bakkann allt út á
móts við Rannveigarstaði. Þar hitti hann mann sem var að
snúa í flekk; það var Eiríkur Hólmfriðarson sem var þar
vinnumaður. Prestur spurði hann um fólk sitt, ihvar það væri.
Eiríkur benti honum á hvar fólkið var, en það var fyrir sunn-
an Hofsá. Spurði þá prestur hvar ætti að fara yfir ána. Eirík-
ur benti honum á kvenmann sem var að snúa í heyi syðra
megin árinnar á svokölluðum Oddum og sagði að hann skyldi
stefna á hana háu Guðrúnu, en þar væri vað á ánni. Að þess-
um upplýsingum fengnum stefndi prestur á þsnnan glögga
vita, en lílklegt er að Guðrún hafi fært sig eitthvað til á bakk-
anum því þar sem ihún var, er prestur kom að ánni, var bakk-
inn mannhæðahhár og grænn hylur meðfram, en það setti
hann eklki fyiir sig og lagði út í ðhikað. Er hesturinn var
kominn lengd sína út í var hann kominn á rogasund, svaml-
aði yfir að bakkanum og sneri þá við til sama lands. Preetur