Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 156
Óli Kr. Guðbrandsson fyrrum skólastjóri:
Lestrarkunnátfa í
Múlaþingi 1744
1 lok 17. aldar og upphafi hinnar 18. virðist alþýðumenntun
!hér á landi íhafa verið á mjög lágu stigi. Árið 1717 segja
biskuparnir Jón Vídalín og Steinn Jónsson, að fáir bændur séu
læsir og skrifandi, og leiði þessi mikla vankunnátta til 'þekk-
ingarsíkorts í kristnum fræðum. Fyrst svo var um bændurna,
þá má foúast við enn meiri fáfræði hjá konum og vinnukindum.
Orsakir þessa voru margar. Má þar nefna einokunina, sem
þjarmað hafði að landsmönnum í rúmt hundrað ára; enn-
fremur óskapleg harðindi um margra ára skeið ; og loks bólu-
faralduiinn mik’.a, sem d,mp þriðjung landsmanna um 1707.
Allt lamaði þetta þjóðina efnaiega og andlega. Margir prest-
ar eru þá taldir verið liafa fáfróðir, áhugalitlir og drykkfelld-
ir. Ástand stólsskólanna var og taiið bágborið. Sjálfsagt kem-
ur og bókaskortur almennings hér við sögu. Handritum hafði
verið sópað úr landinu, og hinar prentuðu bækur voru svo
dýrar, að fátæklingar gátu ekki keypt þær. Þess voru jafnvel
dæmi, að prestar áttu ekki Biblíuna.
Eftirmaður Jóns Vídalíns á biskupsstóli, Jón Árnason, var
mikill áhugamaður um fræðslu ungmenna. Telur hann kennsl-
una einungis fara fram í heimahúsum, (sem reyndar tíðkaðist
víðast fram á þessa öld), en á mörgum heimilum sé enginn
lesandi. Gerði ihann margar tillögur til úrbóta. I sama streng
og enn fastar tók Jón Þorkelsson skólameistari. Sigldi hann
til Kaupmannahafnar, gerði þar grein fyrir menntunarástand-
inu og flutti tillögur til úrbóta. Voru margar þeirna teknar
til greina. En megmárangurinn af för hans var sá, að árið
1741 var sendur hingað til lands Lúðvíg Harboe prestur til