Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 157
MÚLAÞING
155
þess að kynna sér ástandið. Hafði 'hann og biskupsvald í Hóla-
biskupsdæmi, þvi að þar var þá biskupslaust eftir fráfall Steins
bisfeups Jótassonar.
Þetta, sem hér liefir verið lauslega rakið, er alkunnugt, en
nauðsynlegt þótti að rifja þ*að upp hér vegna þess, sem á eftir
fer.
Einhverjum kann að þykja forvitnilegt að fá nokkra vitn-
eskju um niðurstöour af rannsókn þsirra félaga. Þær eru þó
ekki á almannafæri. Hér verður einkum fjallað um rvmnsókn
þeirra í Múlasýslum. Þykir ekki illa til fallið að Múlatþing
flytji þær og geymi handa þeim, sem kynni að þykja þær at-
hyglisverðar.
Um vinnutilihögun Harboes segir svo í Sögu íslendinga VI.
b. bls. 189:
„Hvar sem hann kom, lét hann stefna til sín börnum og
unglingum 12—17 ára, en prestar og djáknar voru látnir yfir-
'hieyra þau í viðurvist hans. Sums staðar var og fullorðið fóltk
yfirtheyrt“. Þetta á þó aðeins við um Norðurland. Um Austur-
land fór Harboe sumarið 1744. Hafði hann þá verið skipaður
foiskup í Niðaróisi og hafði því thraðan á, fór ekki í (hverja
sókn eins og á Norðurlandi, heldur kallaði prestana til sín á
einn sitað í ‘hvoru prófastsdæmi, dvaldi þar nokkra daga,
spurði þá um kunnáttu safnaðanna í lestri og kristnum fræð-
um og um það, hvernig þeir ræktu sjálfir störf sin, einkum
húsvitjanir og barnaspumingar. Niðurstöður hans hér eru þvi
á ótraustari grunni reistar en í Hólabiskupsdæmi. I Vallanesi
var foann frá 27. júní—10. júlí, en á Hálsi í Hamarsfirði 11.—
14. júlí.
Lestrarkunnátta reyndist mun takari í Skáliholtsfoiskups-
dæmi en i Hólabiskupsdæmi. Ætla fræðimenn, að þar foafi
gætt áhrifa frá Guðbrandi biskupi á Hólum og prentverkinu
þar. Hins vegar reyndist Austurland bezti Ihluti Skálholts-
dæmis að þessu leyti.
Koma hér nú niðurstöðurnar:
Skeggjastaðasókn. Þar eru 79 sálir, 31 læs, 48 ólæsar. Prest-