Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 158
156
MÚLAÞING
urinn, séra Sigurður Eiríksson (1731—1768), talinn drykk-
felldur og clærður. Foreldrar 'byrjaðir að leggja meiri rækt
við kennslu barna upp á síðkastið. Prestuiinn yfirfheyrir börn-
in einu sinni á ári á heimilunum.
Hof í Vopnafirði. 290 sálir, 121 læs, 169 ólæsar. Presturinn,
Guðmundur Eiríksson (1738—1757), vanrækir húsvitjanir og
spurningar, hvorki gáfaður né læ.ðitr. I cinnarri góðri 'heimild
er hann kallaður líflegur gáfumaður og skáldmæ-ltur. (Ævi-
skrár).
Refstaður. 129 sálir, 57 læsar, 72 clæsar. Prestur, Jón Ólafs-
son (1729—1755), byrjaði að spyrja fyrir tveim árum, en
fullorðna fóllkinu fannst ,það ó'þarfi og reis gegn því. Hann er
bláfátækur og drykkfelldur, telitin vel gefinn. Óskar eftir
barnaskóla, einkum handa fátækum. Margir fáfróðir í söfn-
uiðinum.
Hoifteigur. 138 sálir, 72 læsar, 66 ólæsar. Spurningar og
húsvitjanir óþekkt. Presturinn, Guðmundur Ingimundarson
(1738—1774) fær slakan vitnisburð fcjá Harboe.
Kirkjubær. 353 sálir, 165 læsar, 188 ólæsar. Ássókn mun
vera hér mcð talin. Prestur í Kirkjubæ var séra Ólafur Brynj-
ólfsson (1737—1765). Pær r.llgóðan vitnisburð hjá Harboe.
Prestur að Ási var Einar Jónsson (1729—1747). Meir hneigð-
ur lil .skáldskapariðkana en guðfræði. (Harboe). Vel að sér
og hirðusamur um embættisverk. (Finnur Jónsson biskup).
Valþjófsstaður, 194 sálir, 102 læsar, 92 ólæsar. Presturinn,
sr. Hjörleifur Þórðarson (1742—1786) óskar eftir barnaskóla,
spyr hvern sunnudag, ihúsvitjar tvisvar á ári. Harboe hæhr
honum fyrir vitsmuni, en telur hann upp með sér. Annars var
sr. Hjörleifur — sem alkunna er — gáfumaður og skáld gott,
mikils metinn og í fremstu kennimanna röð. Varla verður
honum þó þökkuð fremur góð kunnátta safnaðarins, þar sem
hann fcefir þá aðeins þjcnað söfnuðinum í eitt til tvö ár.
Hallormsstaður og Skriðuklaustur. 86 sálir, 42 læsar, 44 ó-
læsar. Prestur, sr. Magnús Guðmundsso.n (1742—1766) var
áður á Valþjófsstað. „Hefir stundað vel barnaspurningar, en
vanrækir fcúsvitjanir. Lofar að taka þær upp“. (Harboe).