Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 161
MÚLAÞING
159
Þvottá. 44 sálir, 25 læsar, 19 ólæsar. „Presturinn (sr. Þór-
arinn Jónsson 1732—1741) talinn ihinn ólærðasti og lélegasti
á Austfjörðnm. Vildi Harboe, að hann gengi undir pfóf Ihjjá
biskupi".
Alls voru íbúar Múlaþings 4193. Af þeiin voru 1754 taldir
læsir, en 2439 ólæsir.
Hullgrímur Hallgrímsson segir í Islenzk alþýðumenntun á
18. öld:
„Þegar þess er gætt, að í fólkstalinu eru börn talin með,
og að þau byrjuðu sjaldan að læra að lesa fyrr en nokkuð
stálpuð, se.nnilega 12—14 ára, þá virðist mega telja ekki fjarri
sanni, að helmingur Múlsýslinga hafi kunnað að lesa 1744.
Hafa Iþeir þá staðið miklu framar Sunnlendingum og senni-
lega verið bezti hlutinn af Skálh'oltsbiskupsdæmi".
É|g hafði fyrirfram ímyndað mér, að náin samsvörun væri
milli lærdóms og árvekni prestanna annars vegar og kunnáttu
safnaðanna hins vegar. Við nánari athugun kemur þó í Ijós.
að þessu er ekki nærri alltaf svo farið. Nægir í því samfoandi
að foemda á það, að í Þvottársókn, þar sem presturinn fær
verstan vitnisburð, er lestrarkunnáttan langfoezt.. I Hof.teigs-
sókn, þar sem bamaspurningar og húsvitjanir eru óþekkt, er
kunnáttan góð. I Mjóafirði spyr presturinn annan eða þriðja
hvern sunnudag og húsvitjar oft, samt er ástandið þar verst.
Mig grunar, að bókaskortur hafi víða valdið vankunnáttunni.
Einda Varð það eitt af fyrstu viðbrögðunum til úrbóta, að
lækka verð foóka Hólaprentverks um heiming og leggja fyrir
sýslumenn að hafa þær til sölu á manntalsþingum.
Eftir ferð þeirra Harboes og Jóns Þorkelssonar urðu mikil
umskipti í lestrar- og kristindómskunnáttu þjóðarinnar. Prest-
um var stranglega foannað að ferma ólæs eða lítt læs ifoörn.
Má. kalla, að eftir 1760 kæmi slíkt ekki fyrir. „Hallgrímur
HallgrímSiSon, sem helzt. hefir rannsakað þetta efni, telur, að
um 90% landsmanna hafi þá verið læsir, og hefir menntun og
kunnátta Islendinga undir þessa grein verið eins og þá gerðist