Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 166
164
MÚLAÞING
inn í brúninni beint upp af bænum er hár kiettur, vel lagaður,
sléttur að ofan og heitir Fallegiklettur. Á þessum Ikletti er
stór vai'ða, og sér frá henni ofan á þakið á íbúðarhúsinu í
Fjallsseli. Miðja vegu í Brúnafjórðungi er grjótháls æði mik-
ill og heitir Grasöxl. Farið er utan við hana, síðan áfram til
vesturs, er þá stutt að Stóra.-Sandvatni. Liggur vegurinn
utan við vatnið, farið þar yfir Rangá sem kemur úr vatninu.
Gott er þarna yfir ána á sléttu klapparvaði. Stutt er frá Rangá
vestur að Miðheiði, þar heitir Miðheiðarháls. Er hann allhár
urðarháls, brattur að norðan og liggur inn miðja heiðina.
Þarna endar þessi háls og heitir þar Miðheiðarhálsendi. Veg-
urinn liggur norður, utan við og meðfram þessum hálsi. Er
mjög greiðfært þarna noiður með hálsinum og allglöggar
ferðamannagötur. Þarna í hálsbrúninni hafa verið hlaðnar
Vörður með nokkru millibili, en eru nú sumar fallnar. Stutt
er frá Miðheiðarhálsenda norður að Vegakvísl ssm er aust-
asta upptakakvísl Teigarár. Hún fellur þarna í allmiklum far-
vegi þvert niður heiðina þar til hún sameinast aðalánni Teig-
ará. Vegurinn lá hiður með Vegakvísl að vestan, sést vel að
hann hefur verið mikið farinn fyrrum, enda allur varðaður.
Nokkuð langur vegur er niður með ánni, en greiðfær og gott
yfir Teigará þar sem Vegakvísl fellur í hana. Þegar yfir Teig-
ará kemur er stutt, en fremur votlent vestur á brúnina út og
upp af bænum á Skeggjastöðum. Sagt var mér að Gríms-
staðapóstur hefði haft tiL að styt.ta sér leið á vetrum 'þejgar
gott. var að fara. Voru það einkum þeir Gísli Eiríksson, sem
var póstur á þessari leið kringum 1880, en þó frekar Einar
Björn Björnsson tengdasonur hans sem var póstur á þessari
leið frá 1886—1902. Sagt var að hann hefði blásið í lúðurinn
á brúninni upp af Skeggjastöðum. Var þá búið *að hella upp
á. könnuna þegar póstur kom því að vel heyrðist í lúðrinum
í góðu veðri.
Feitletruð eru þau örnefni sem greind eru á korti á þess-
ari leið til glöggvunar. (Uppdráttur Islands, aðal'kort bl. 8,
Miðausturland, mælikv. 1:250000).
Nokkur kennileiti talin -að austan: 1) Grasöxl, mitt á milli