Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 168
Hans Wíum sýslumaður:
Staðfræði eða stutt lýsing
á tveimur syðstu hlutum
Múlasýslu
— Helgi Hallgrímsson þýddi.
1. Island er eyja og skiptist í fjórðungfa: Austfirðingafjórð-
ung, Sunnlendingafjórðung, Vestfirðingafjórðung og Norð-
lendingafjórðung. Á langveginn er það hérumbil frá vestri til
austurs. Um pólhæð þess get ég lítið sagt af eigin reynslu.
2. Um stærð landsins á lengd og toreidd og ummál þess, hef
ég heldur engar áreiðanlegar sagnir, því fslendingar reikna
ekki vegalengdir á landi í neinum mílutölum, heldur í iþing-
mannaleiðum, sem eru stórum ójafnar að lengd, svo ég má
segja að ein þingmannaleið fyrir norðan 'land er fyllilega ein-
um þriðja lengri en fyrir sunnán; annars hefi ég iheyrt sagt
að iþingrnannaleið eigi að svara til fjögurra norskra mílna.
3. Þeir tveir syðstu hlutar Múlasýslu, sem heyra undir mína
stjórn, liggja næstum austast á landinu við suðurkantinn. Til
þeirra teljast bæði meginland og eyjar; annars er landið sjáv-
armegin, skorið af fjörðum, flóum og smávíkum. Milli fjarð-
anna eru stór fjöll og klettótt, en uppi í landinu eru smádalir,
sumir klæddir smávöxnu kjarri eða skógi. Ofan við þessa dali
eru jöklar og ísfjöll.
Þeir nefndíu tveir syðstu hlutar Múlasýslu, ná frá því nafn-
kunna fljóti, sem kallast Lagarfljót, að norðan og til Lóns-
heiðar að sunnan, en hún skilur milli Múlasýslu og Skafta-
fellssýslu.