Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 169
MÚLAÞING
167
Nöfn fjarðanna í þessum oftnefndu ihlutum Múlasýslu eru
þessi: 1. Álftafjörður, fyrir utan þann fjörð liggja um 15 smá-
©yjar, jþar Sem finnast notókur æðaregg á sumrin. 2. (Beru-
fjörður (Berrefiörd), á milli þess fjarðar og Álftafjarðar er
sú litla ágætisey, sem Papey kallast, sem árlega gefur aif sér
allt að 100 ríkisdali í eggjum og dúni. 3. Breiðdalur (Breij-
dalur), sem einnig nær út að sjónum; út af þeim firði eru
nokkrar eyjar, þar sem einnig má finna solítið af æðardúni
og eggjum á sumrin. 4. Stöðvarfjörður. 5. Fáskrúðsfjörður, 6.
Reyðarfjörður (Reijdarfiörd), utan við þann fjörð liggur Siel-
ey og Skrúðurinn, sem einnig er eyja, þar sem finna má egg
á sumrin. 7. Norðfjörður. 8. Mjóafjörður (Mióafiörd). 9. Seyð-
isfjörour (Seijdesfiörd). 10. Loðmundarfjörður, 11. Borgar-
fjörður. 1 öllurn iþessum fjörðum eru smáár, og í þeim smá-
fiskar, sem við köllum silunga.
Jarðvegurinn ter yfirleitt ófrjósamur, mýrar og fen víðast
hv>ar, svo helzt lítur út fyrir að ekki sé hægt að rækta jörð-
ina, sem þó ekki stafar eingöngu af eiginleikum jarðvegsins,
heldur og af tkuldanum, sem er hræðilegur hér á landi og
varir allt til júníloka.
Dalirnir, sem eru fyrir ofan nefnda firði og byggðir eru,
-eru einkum Skriðdalur og Fljótsdalur, og í þeim dölum er að
finna þann stærsta skóg Ihér í sýslunni; stærstu trén eru 2*/2
faðma há, og þykk sem mannsfótur; þau eru flest af birki,
ainn-ars finnst hér dálítið af elri (Elle)1) og reyni.
Sérstakar jarðvegstegundir finnast hér engar í sýslunni,
fyrir utan eldtorf (svörð), sem sagt er að sé hér hvarvetna.
4. Engin korntegund vex ihér í sýslunni, en í þess stað
safna þeir uppi á fjöllunum eimhverskonar jurt, sem kallast
grös, og nota hana í staðinn í mjöl til að gera graut af. Þeir
é-t*a harðfisk o-g smjör, slá-tra sauðum og uxum (studer) hver
eftir efnum sínum, en á vetrum lifa þeir mest á kúamjólkinni.
*) Hér meinar höf. annað hvort ösp eða víði, því elri er nú
ekki til villt í landinu. (Þýð).