Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Qupperneq 170
168
MÚLAÞING
5. Engin eru 'hér aldin trjáa, utan birkis, elris og reynis, og
þó ekki í óhófi.
6. Bkkert salt er gert í sýslunni.
7. Engar atvinnustofnanir (oeconomiske Indretninger) er
hér að finna. Hinir íslenzku hestar eru minni en þeir dönsku,
en eru þó mjög sterkir og liprir að ríða þsim.
8. Um steintegundir og náttúrugripi (Mineralia og Natural-
ia) Ihef ég engar áreiðanlegar heimildir, þó finnst hér aMs-
staðar járn, þá má hér og finna ágæta slípisteina.
9. Ekki finnast. ihér fjórfætt villidýr utan refir, en fuglar eru
hér margir, svo sem grágæsir, margæsir, toppendur, straum-
endur, hávellur, lómar, spcar, rjúpur, álftir, gaukar (hrossa-
gaukar?), keldusvín, æður, máfar, lundar, himbrimi, skarf-
ar, teistur, ritkollur (ritur?), svartbakur, 'hrafnar, ernir, fálk-
ar, smyrlar, heydoðrur, (Heijdoðrur, ,3njótittlingur?), stelkar,
óðinsihani, svölur, lóur, hegrar, ískrákur (vepja?). Af skor-
dýrum finnasf. hér kaupmannsfiðrildi, húsgangsfiðrildi (hús-
fiðrildi eða gestafiðrildi?), jötunuxi, ofanrigning (ánamaðk-
ur?), fiskiflugur og mýflugur.
10. Tamin dýr eru hér naut, sauðir, hestar, geitfé, en íbú-
arnir leggja sig me.st eftir sauðfé og nautum og hafa mestan
arð af þeim.
11. Afurðir hafsins eru þorskur, flyðra, skata, upsar, keilur,
ýsur, hlýrar, steinbít.ar, selir, hnísur, hálfkallar og marskyns
hvalir; þó fá menn mest af þorskum og skötum.
12. Vegir eru hér hvarvetna ósléttir, og grýttir, svo ég hygg
að ómöguleglt sé að nota hér vagna; þess vegna nota |mienn
hér yfirleitt 'hesta til aðdrátta.
13. Austanátt er hér oftast köld, en þó ekki óheilnæm,
sunnanvindar eru 'hér íbeztir, en norðanvindar eru þarámóti
stórum skaðlegir fyrir afurðir jarðarinnar.
14. Sjúkdómar, sem hér eru algengastir, eru holdsveiki
(Spedalskhed), gula, brjóstveilki, köldusýki (Koldesyge) og
skyrbjúgur, en gegn þessum sjúkdómum gefur landið engar
vamir, nema gegn skyrbjúgnum, þar er eins konar gras, sem
vex við ströndina, mjög bjarglegt, og kallast Cochleare