Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 171
MÚLAÞING
169
(skarfakál). Hvað litum viðvíkur þá lita íslendingar ekki svo
nokkurt lag sé á, utan svart, og nota þar til lyng og eins-
konar svertu, sem þeir taka upp úr jörðinni á vissum stöðum,
þar sem er ifenjótt.
15. Ibúarnir hneigjast meist að iðjuleysi og leti. Fólksfjöldi
í þessum tveimur suðurhlutum Múlasýslu er um 2000.
16. Engin eyja er byggð nema Papey í þessum sýsluhlutum,
stærð hennar er um það bil míla ummáls.
17. Tryggustu og öruggusiu hafnirnar eru einkum Iþar sem
skip eru vön að liggja á sumrum, það er á Reyðarfirði og
Berufirði, en aðrar hafnir eru ekki að reiða sig á.
18. Þessu atriði er svarað í 3.
19. Markverðar ár eru ekki aðrar en þær sem falla út eftir
fjörðum þeim sem taldir voru í grein 3, og út, eftir Skriðdal
'og Fljótsdal, og hafa þær aliar upptök á eyðifjöllum, og í
þeim öllum eru smásilungar. Þessar ár falla allar í sjóinn.
20. I öllum fjörðum, sem ég hefi talið í grein 3, er veiddur
-j: Ojf
samskonar fiskur, ótilgreindur.
21. Merkilegar lindir eru hér ekki, nema í Fljótsdal finnast
á tveimur stöðum lindir, sem eru stöðugt heitar.
23. Ekkert markvert get ég !hermt um Ikletta, fjöll eða dali.
24. Engin furðuverk eða merlkiaverk finnast hér í sýslu.
25. Nöfn þingstaða.nna 'hér í sýslunni eru þessi: Bessastaðir,
Þingmúli, Egilsstaðir, Hjaltastaður, Desjaimýri, Klyppsstað-
ur, Dvergasteinn, Brekka, Skorrastaður, Hclmar, Kolfreyju-
staður, Eydalir, Berunes, Geithellur.
26. Bændurnir búa yfirleitt á smákofum, gera veggina af
torfi og grjóti, nota timbur af birki innaní, og þekja svo með
torfi.
27. Engir höfðingjar eru hér á landi, en á Landnámsöld og
þar á eftir, má sjá af sögunum, að hér hafa verið stórir Ihöfð-
ingjar, jarlar og þess háttar.
28. Engar fornminjar eru hér í sýslunni.
Skriðuklaustri, hinn 9. júní 1747.
Hans Wíum.
L