Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 172
170
MÚLAÞING
EFTIRSKRIFT
Flestir Austlendingar munu kannast við Hans WJ n sýslu-
mann á Skriðuklaustri, þó ekki sé nema af vísunni um Sunn-
efu, sem er enn á margra vörum. Almenn skoðun mun það
vera að (Hans þessi hafi verið hið mesta illrnenni, svo sem
fram kemur í sögum af Sunnefumálinu. En þar er margt auk-
i3 og málið allt flókið og torrætt, og víst er, að aldrei Jét
Hans drekkja Sunnefu, eins og sagnir herma, heldur dó hún
eðlilegum dauðdaga árið 1757. Hitt er augljóst, að sýslumað-
ur hefur haft af þessu máli hinn mesta ama, enda var honum
víkið frá embætti um tíma, m. a. vegna þessa máls.
Árið 1743 lét Holstein greifi, sem þá var eins konar for-
sætisráðherra, og aðalforsprakki vísindafélagsins danska, það
boð út ganga til amtmannsins á íslandi, J. Lafrentz, að hann
skuli fá hæfa menn til að semja sýslu- og héraðslýsingar yfir
allt Island. Kom það sem vænta mátti í hlut sýslumanna að
semja þessar lýsingar. Voru þeim sendir listar með spurning-
um, 28 að tölu, og skyldu þeir semja sem ýtarlegust og rétt-
ust svör við þessum spurningum. Voru þetta fyrstu spurn-
ingalistarnir af mörgum, sem síðan var látið rigna yfir emb-
ættismenn þjóðarinnar fyrir atbeina danskra stjórnarvalda, á
18. og 19. öld.
Hinir tveir sýslumenn Múlasýslu, brugðust fljótt við þess-
ari beiðni, en þó á misjafnan hátt. Þórsteinn Sigurðsson,
sýslumaður í Norður-Múlasýslu, reit mjög ýtarleg svör við
spurningum vísindafélagsins, eru það hinar merkustu heimild-
ir um þann hluta sýslunnar, sem til eru frá þessum tíma
(fyllir 40 bls. í skírnisbroti), Hans Wíum var hinsvegar frem-
ur stuttorður (5 síður), enda er svar hans við mörgum spurn-
ingunum á þá leið, að af því hafi hann engar áreíðanlegar
sagnir (derom kand jeg ikke noget tilforladeligt fortælle). Þó
eru svör hans víða skemmtileg, eins og það sem hann segir
um íbúana, þegna sína, að þeir hneigist mest til iðjuleysis og
leti, og ekki fleiri orð um það.
Athyglisvert er fuglatal Wíums, þar sem hann nefnir um 30
tegundir fugla með hinum íslenzku nöfnum þeirra, og koma
þar fyrir nokkur gömul og einkennileg nöfn. Virðist þetta
benda til nokkurs áhuga sýslumanns á fuglalífinu.
Þess ber að gæta, að þegar Hans Wíum reit skýrslu sína,
stóð Sunnefumál sem hæst, og fimm árum seinna var hann
dæmdur frá embætti, sem fyrr segir. Er ekki laust við að