Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 173
MÚLAÞING
171
finna megi á skýrslunni, að hugur sýslumanns til landsins
og íbúanna var ekki sem vingjarnlegastur.
Hans sýslumaður Wíum var af dönskum ættum, og var fað-
ir hans Jens Wíum, er einnig var sýslumaður á Skriðuklaustri,
en ísle.nzka átti hann móður. Hans er talinn fæddur 1715, en
dáinn er hann 1788.
Skýrsla Wíums, sem hann kallar Topographia eller kort
Descriptio over tvende syderste Deeler af Muulesyssel, er
skrifuð á dönsku (kannski þýdd) og birt í Sýslulýsingum 1744
—1749, er Sögufélagið gaf út 1957 (Sögurit XXVIII). Þýð-
ingin á íslenzku er gerð af undirrituðum. Eg hef reynt að
fylgja orðalagi danska textans sem nákvæmast, og má vera
að þess gæti í málinu, en þess ber að gæta, að orðalag og
setningaskipun var þá talsvert öðruvísi bæði í dönsku og ís-
lpnzku, og eðlilegt að þýðingin beri þess merki. Spurninga-
merki eru sett þar sem vafi leikur á um þýðingu eða hvaða
fyrirbæri sé átt við. — H. Hg.
Haraldur Briem, bróðir Valdimars sálmaskálds, bjó á Rann-
veigarsítöðum í Álftafirði og seinna á Búlandsnesi.
Eit:t sinn hittust þeir Mattihías Jochumsscn og hann. Mér skilst
að þeir hafi verið kunnugir áður. Haialdiur spu.rði Matthías um
sikáldskap hans, en Mattihías sagðist vera hættur að yrkja.
Þá gerði Haraldur þessa vísu:
Mikið er ef Matthías
missir kvæða andann,
sem í áttagramma glas
getur kveðið f jandann.
Þetta sagði mér Karl Jónsson á Múla í Álftafirði. Hann er nú
látinn. — Erá Nönnu Guðmundsdótitur Berufirði.