Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Side 174
Halldór Stefánsson, fyrrum alþm.;
Fornbýli og eyðibýli i
Múlasýslum
Af slkrám um eyðibýli,, sem til eru, má sjá, að miklu fleiri
byggð býli bafa verið í Múlasýslu fyrr 4 öldum en. síðar varð,
og misfjölbýlt iþó eftir ái'fcrði og af áföllum ýmsum.
Elztu skrána um eyðibýli er að fá úr manntalinu 1703,
þar eru talin 25 eyðibýli, en byggð býli voru þá 472. Eyði-
býli munu þá ekki hafa verið talin önnur en þau, sem verið
höfðu í ábúð á nálægum, undianförnum tíma, fyrir aldamóta-
harðindin. Um þriðjungur þeiria var kominn í ábúð aftur
1762, og var þó eikki fjölsetin byggðín þá eftir stórharðinda-
kafiann á næstliðnum áratugi. Og hin flest komust í ábúð,
þegar fólkinu tók að fjölga síðar. Um 20 býli voru í ábúð
1703, sem lítt eða ekki voru í ábúð síðar.
Við manntalið 1762 eru talin um 100 eyðibýli, en fæst af
þeim eru nafngreind, aðeins getið frá hvaða jörðum þau séu.
Er þess veg.na af því sem e.ngan stuðning að fá við eyði-
býlatal það, sem hér verður gjört.
Þegar Olavíus fór um Múlasýslur árið 1776 spurðist ihann
fyrir um eyðibýli og gjörði skrá um þau. Telur hún 176
eyðibýli með nöfnum og 2 að auki ónafngreind. Er þess þar
getið um mörg býlanna, 'hvenær þau hafa farið í eyði, og
um nokkur, af hvaða orsökum það hafi orðið. Hlýtur eyði-
býlatal hans að hafa verið byggt að mestu eða öllu á munn-
legum heimildum, sem kunnugir menn hafa talið sig vita og
tjáð 'honum. Getur það því eðlilega skeikað um tíma og
ártöl.
Átján árum síðar, árið 1794,, 'gjörðu prestar í Múlasýslum
að tilhlutun Sveins Pálssonar skrá um eyðibýli, hver í sinni
sókn. Skýrslur vantar þó úr 5 sóknum, Skeggjastaða, Hof-
teigs, Valþjófsstaðar, Mjcafjarðar og Hofs í Álftafirði. 1
prestaskýrslunum eru samt talin með nöfnum um 90 eyði-
býli umfram það sem Olavíus telur. Getið er um sum býlin,
nvenær þau fóru i eyði svo og oisaka.