Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Síða 189
MÚLAÞING
187
ágangi Hamarsár, Jónssel 1707. Kálfeyri og Kross-
hóll 1744. Það er sögn, *að á Refsstöðnm hafi verið
ibænhiús. Fossbrekkur voru aftur í ábúð nokkur ár á
19. öld.
20.—21. Þormóðshvammur og Hvannavellir, nýbýli í Geit-
•hellnadal á 19. öld. Á Hvannavöllum var búið 1840—
1883, en í Þormóðshvammi 1854—1885.
22. Bessastaðir, hjáleiga frá Hofi. Þar var búið siðast
1831.
23. Þorkelssel í Hofsdal. Fór í eyði af ágangi Hofsár.
24. Girenjaðarstaðir í Flugustaðadal. Eyddust af sikriðu-
hlaupi.
25. Halldórshús, útbýli frá Starmýii.
26.—28. Kambnr, Pysjubakki, Fauskasel, útibýli frá Þvottá.
Kambur og Pysjufoakki fc'ru í eyði 1756.
29. Víðidalur, nýbýli í afrétt 1835—1839 (Stefán Ölafs-
son), í áfoúð aftur 1847—1849, (Þorsteinn Hinriks-
son) og 1883—1897 (Sigfús Jónsson). Var þá nefnd-
ur Grund og talinn til Lónssveitar.
ÖRSTÍJTTTJR EFTIRMÁLI
Eyðibýlatial það sem hér er birt færði höfundurinn, Halldór
Stefánsson, Sögufélaginu að gjöf, er hann kom í síðasta sinn til
Austurlands 'haustið 1969 ásamt konu sinni, Halidóru Sigfús-
dóttur frá Hofströnd, í boði Menningarsamtaka Héraðsbúa. Þá
færði hann Sögufélaginu einnig örnefnatal úr Múlasýslum. Eru
þar talin í stafrófsröð þau örnefni. er sagnir eru við tengdar,
fornar eða yngri. Sagnirnar eru raktar í stuttu máli og til vísað
hvaðan teknar eru.
Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að ihvorugt þessara tala sé
aligerlega tæmand.i, en meginkostur beggja er sá, að tæmdar
eru ákveðnar heimildir og þær tilgreindar svo sem sjá má í inn-
gangskafla eyðibýlatalsins. Vafalaust má fleira til tína úr öðr-
um heimildum og eftir almennum sögnum, einkum að því varðar
örnefnatalið.
Halldó-r Stefánsson andaðist 1. apríl síðastliðinn. Hans verður
jafnan minnzt sem eins hins bezta manns er að málefnum Aust-
urlands hefur unnið. Hér var -hann fæddur og upp alinn, bóndi,
verzlunarstjóri, þingmaður, og á síðari hluta æviskeiðs einkum
vann hann austfirzkum sögurannsóknum slíkt gagn að ekki
fyrnist.
í júní 1971. — A. H.