Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 190
188
MÚLAÞING
NOKKRAR LEIÐRÉTTINGAR
við þáttinn „Það fennir í sporin“ í 4. hefti Múlaþings.
1) Bls. 162: „Ásdís hafði áður átt. (1784) Jón Jónsson bónda
í Berufjaríarhjáleigu ... Sá Jón dó úr bólu 1781“. Þetta er orð-
rétt tilvitnun í Ættir Austfirðiniga. Réttara er, að Ásdís átti
Jón 1781, og hann dó 1784.
2) Bls. 168: Seinni kona Lúðvíks Jónssonar snikkara var
Kristrún Finnsdóttir, en ckki Tómasdcttir, eins og misritazt hef-
ur. Kristrún og Ólöf 'kona Þórarins bónda á Núpi og Strýtu
voru systur.
3) Sömu bls.: Þóra Jónsdóttir átti Stefán Sigurðsson (ekki
Stefánsson eins og prcntað stendur). Foreldrar Stefáns á Hamri
voru Kristín Bessadóttir cig Sigurður Ásmundsson, og bjuggu
,þau í Urðarteigi og Kelduskógum. Sigurður átti systur sem
Kristborg hét. Varð hún seinni ko,na Stefáns Þórðarsonar á
Þiljuvöllum. Tvö börn þeirra komust upp, Antonía húsfreyja
lengst á Steinaborg og Snjólfur bón^i á Veturhúsum í Ham-
arsdal.
4. Bls. 171: Þar eru talin börn Afálfríðar Jónsdót.tur og
Bjarna Þcrðarsonar á Núpi. Þar gleymdi eg að get*a Guðnýjar
dóttur þeirra, sem eg hafði þó kynni af. En hún átti heima á
Ytri-Kleif í Breiðdal ásamt manni sínum Brynjólfi Sigurðssyni
frá Streitisstekk, og dóttir þeirra, Sigríður, var þar hjá þeim.
Gegndi hún húsmóðurstörfum fyrir móður sína sem var orðin
lasburða og sýndi foreldrum sínum frábæra ræktarsemi og um-
hyggju. Sigríður giftist Ara Brynjólfssyni á Þverhamri í Breið-
dal, og þar andaðist Guðný nokkrum árum eftir að dóttir henn-
■ar byrjaði bús'kap á Þverhamri, en Brynjólfur lifði allmörg ár
eftir það og andaðist á Þverhamiri hjá dóttur sinni og tengda-
syni. Siigriður lifðj ekki lengi eftir föður sinn og varð því ekki
háöldruð koina. Þau Sigríður og Ari voru barnlaus, svo að frá
þeim Guðnýju og Brynjólfi er ekki ætt komin. Sgríður var eina
barn þeirra sem upp komst, en son eignuðust þau einnig, Frið-
björn Sigurð að nafni, en hann mun hafa andazt á unga aldri.
Guðný Bjarnadóttir mun hafa borið nafn föðursystur sinnar,
Guðnýjar Þórðardótt.ur, sem var húsfreyja um skeið á Steina-
borg, en hún varð snemma ek’kja og hætti þá búskap og flutti
að Krossgerði til Sigurðar Þorvarðarsonar bróðursonar síns.
Þar dvaldi hún fjöldamörg ár, og þegar Gísli sonur Sigurðar
fór að búa í Krossgerði 1902 var 'hún áfram á heimilinu og and-
aðist þa,r 1907.
Krossgerði, 4. okt. 1970
Rósa Gísladóttir.