Jökull


Jökull - 01.12.1955, Side 25

Jökull - 01.12.1955, Side 25
1. mynd. Jökulheimar. Úlsýn suðveslur yfir Tungnadrbotna. Rati til vinstri. Ljósm.: Oskar Sigvaldason. Vatnajökulsför 1955 Eftir Jón Eyþórsson Eftir að Skeiðarárhlaupið hófst, í júlímán. 1954, var flogið yfir vestanverðan Vatnajökul nokkrum sinnum til þess að athuga verksum- merkin. Ivom þá í ljós, að miklar breytingar lröfðu orðið á Grímsvötnum. Jökulfillan í kvos- inni hafði brotnað frá löndum og lækkað til muna, og stórar sigdældir og niðurföll mynd- azt hér og þar. Ekki varð því við komið að gera ferð til Grímsvatna á annan hátt að svo stöddu, en stjórn Jöklarannsóknafélagsins ákvað að undir- búa rannsóknaför þangað sumarið 1955. Var leitað eftir samvinnu við franska vísindastofnun, Expeditions Polaires Francaises, um þykktar- mælingar á jöklinum í Grímsvötnum og um- hverfi þeirra. Varð það úr, að Frakkar hétu að lána tæki og sérfræðing okkur að kostnaðar- lausu, ef við greiddum ferðakostnað og dvalar- kostnað hans hér á landi. — Þá kom og upp sú hugmynd að reisa skála í Tungnaárbotnum, og voru þeir Guðmundur Jónasson og Árni Kjart- ansson aðalhvatamenn þess. Eftir miklar bollaleggingar og undirbúnings- vinnu var ákveðið, að leiðangurinn skyldi leggja upp á laugardag fyrir hvítasunnu, sem bar upp á 28. maí, og skyldu verkefni hans vera þessi: 1. Að reisa skála í Tungnaárbotnum og fá sjálfboðaliða til verksins undir forustu Árna Ivjartanssonar. 2. Mæla jökulþykkt og ákomu (snjósöfnun) á Grímsvatnasvæðinu og víðar á Vatnajökli, eftir því sem tími entist. Tókst Sigurður Þórarins- son á hendur stjórn þeirra rannsókna og ritar sérstaklega um þær hér á eftir. 3. Jafnhliða skyldi efnt til skemmtiferðar í snjóbíl og á skíðum um Vatnajökul undir farar- stjórn Guðmundar Jónassonar. Var ráðgert að sjálfboðaliðar við skálabyggingu tækju þátt í för- inni og nokkrir fleiri, ef óskað yrði. Alldjarflegar voru þessar ráðagerðir miðað við fjárhag félagsins, en fyrir góðvild og örlæti margra fyrirtækja og einstaklinga, sem leitað var til, tókst að framkvæma fyrirhuguð verk að flestu eða öllu leyti. Þykir hlýða, að Jökull geymi stuttorða frásögn af leiðangrinum. FERÐ í TUNGNAÁRBOTNA. Lagt var upp frá Reykjavík laugardaginn fyrir livítasunnu, 28. maí, um miðaftansbil. Sex bíl- ar voru í förinni, hlaðnir timbri, ferðabúnaði snjóbílum og benzíni. Var ekið sem leið liggur inn að Elófsvaði á Tungnaá og komið þangað kl. fjögur um nóttina. Veður hafði verið þurrt og gott á leiðinni, en er nálgaðist Tungnaá, skall á A-hvassviðri og rigning. Var áin í vexti og hvítaroki enda lítt fýsileg yfirferðar. Bjugg- ust leiðangursmenn því fyrir í tjöldum og bílum og biðu átekta. 23

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.