Jökull


Jökull - 01.12.1955, Síða 39

Jökull - 01.12.1955, Síða 39
1. mynd. Séð norður yfir Skaftár- hlaup austan Fögrufjalla. View towards N over the jökulhlaup in Skaftá E of Fögrufjöll . Ljósm.: P. Hannesson 7. sept. 1955. SIGURÐUR ÞORARINSSON OG SIGURJÓN RIST: Skaftárhlaup í september 1955 Sunnudaginn 4. september 1955 barst frétta- stofu Ríkisútvarpsins skeyti frá Húsavík þess efnis, að þar hefði orðið vart brennisteinsfýlu um morguninn. Var hún það megn, að Húsvík- tngar tiildu, að hún myndi að líkindum stafa af eldsumbrotum inni á hálendinu, en sunnanátt var þennan dag, svo sem verið hafði löngum um sumarið. Við nánari eftirgrennslun kom í ljós, að nokkurs brennisteinsþefs hafði orðið vart í Eyjafirði Jíegar á laugardaginn hinn 3. sept. og jafnvel eitthvað á föstudag 2. sept. Fyrri hluta sunnudags 4. sept. var hún hvað megn- ust á Akureyri og kom Jrá eins og í bylgjum tneð SSA-átt. í Bárðardal var allmikil fýla á laugardag, einkum suður í Svartárkoti, og upp- lýsti Hörður Tryggvason, bóndi, að Jrar hefði orðið vart fýlu af og til áður um sumarið. Brennisteinsfýlu gætti einnig í Mývatnssveit þessa sömu helgi. Næstu dagana varð brennisteinsfýlunnar vart af og til á áðurnefndum stöðum, og hinn 5. sept. varð hennar einnig vart austur á Héraði. Voru ýmsar getur um það, hvar upptakanna væri að leita, og þótti líklegast, að fýlan stafaði af vatni, er félli undan vestanverðum Vatna- jökli, en ekki gaf veður til athugana úr lofti þessa dagana. Áður en til kæmi, að flogið yrði, barst sú fregn austan úr Skaftárdal, að Skaftá hefði farið að vaxa laugardaginn 3. sept. og orðið dökk og korguð og lagt af henni fúlan fnyk. Þótti Jrá sýnt, að frá Skaftá myndi stafa fýlan nyrðra. Um þetta leyti var danskur landmælinga- maður, P. Rump, staddur á Sveinstindi við Langasjó, og var með honum E. Stolzenwald á Hellu. Er þeir komu til byggða, sagði Stolzen- wakl svo f’rá, að þeir félagar hefðu orðið varir við fýlu þegar 1. sept., þó mjög lítið, en hún liefði ágerzt mjög næstu dagana. Guðmundur Jónasson, bílstjóri, og félagar hans, sem komu í Tungnaárbotna á leið til Vatnajökuls 2. sept., fundu þar megna jökla- fýlu 3. sept. og virtist sem grænleit slikjumóða væri yfir Tungnaárbotnum. Þeir fundu og f’ýl- una af og til næstu daga, er þeir voru á Vatna- jökli vestanverðum. Þess er og að geta, að Jón Eyjxtrsson, er staddur var í Tungnaárbotnum 14. ágúst í ferð með Guðmundi Jónassyni, hafði þá orð á því, að hann fyndi jöklafýlu. Hinn 7. september fóru þeir Pálmi Hannes- son, rektor, og Sigurður Þórarinsson í könnun- arflug yfir Vatnajökul með Birni Pálssyni, flug- manni, í sjúkraflugvcl hans. Var ferðin kostuð af Rannsóknarráði ríkisins. Var fyrst flogið austur um Landmannaafrétt og Veiðivatnasvæð- ið til Sveinstinds við suðurenda Langasjós. Var skyggni gott Jrar eystra. Þegar kom yfir Skaftá austur af Sveinstindi tók jöklafýlu að leggja upp í vélina, og ágerðist hún eftir því, sem nær dró jöklinum. Áin var alldiikk að sjá og greinilega korguð. Útfall jökulhlaupsins reynd- 37

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.