Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 5

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 5
árshita. O18 er þung samsæta af súrefni, sem hegðar sér líkt og tvívetnið. Við þéttingu loft- rakans skiljast samsæturnar O16 og O18 að á svip- aðan hátt og einvetni og tvívetni. Mynd 1 sýnir greinilega, að innihald úrkomunnar af O18 er góður mælikvarði á meðalárshitann á hverjum stað. Mælingar hafa sýnt, að tvívetnisstyrkur úr- komunnar endurspeglar á hliðstæðan hátt meðalárshita, og er því hægt að nota hvora þessara samsæta sem er sem nokkurs konar hita- mæli. I heimsskautajöklum leggst hvert árlagið ofan á annað og samsætuhlutfall íssins breytist næsta lítið. A slíkum stöðum er hægt að nota styrk hinna þungu samsæta vetnis eða súrefnis sem hitamæli fyrir liðinn tíma. Rannsóknir þessar eru þó enn skammt á veg komnar, m. a. vegna þess, hve erfitt hefur reynzt að ná djúpsýnum úr jöklum. Árið 1966 tókst bandarískum vís- indamönnum að bora í gegnum 1400 metra þykkan ísskjöld Grænlandsjökuls (Veda og Gar- field 1968) og hefur samsætuhlutfall þess kjarna nú verið mælt og niðurstöðurnar birtar (Dans- gaard o. fl. 1969, Johnsen o. fl. 1969). Willy Dansgaard og samstarfsmenn hans við H. C. Orstedsstofnunina í Kaupmannahöfn hafa fram- kvæmt þessar mælingar. Því rná skjóta hér inn, að hægri hönd Dansgaards við þessar rann- sóknir er ungur íslenzkur eðlisfræðingur, Sigfús Johnsen. Fyrrgreindar mælingar staðfesta í öllu það, sem Dansgaard hafði spáð urn varðveizlu veður- farsannáls í jöklinum, og er ljóst, að rann- sóknir þessar munu verða mjög mikilvægar, ekki sizt fyrir íslendinga. Þessar niðurstöður hafa því mjög ýtt undir hliðstæðar rannsóknir hér á landi. TVÍVETNISMÆLINGAR Á ÍSLENZKUM JÖKLUM 1967-68 Segja má, að í heimsskautajöklum sé fyrir- fram tryggt að samsætuhlutfall íssins varðveit- ist. Frá yfirborði jöklanna og niður á botn þeirra er hitastigið undir frostmarki; slíkir jökl- ar nefnast gaddjöklar. I þeim á enginn efnis- flutningur sér stað, nema hvað neðri lögin skríða fram undan fargi jökulsins. I íslenzkum jöklum er þessu hins vegar öðru- vísi háttað. I flestum jöklum hér á landi, senni- lega öllum, er hitastigið á frostmarki, ef undan er skilið yfirborðslag jöklanna, þar sem frost et á vetrum. Slíkir jöklar nefnast þíðjöklar. í gegn- urn þá seytlar vatn, og getur það breytt tví- vetnisstyrk íssins svo, að allar upplýsingar, sem upphaflega hafa verið fólgnar í tvívetnisstyrk úrkomunnar, máist tit. Þegar rannsóknir á tvívetnisinnihaldi ís- lenzkra jökla hófust árið 1966, var næsta lítið vitað um þessi samsætuskipti vatns og íss í jökl- um. Flestir virtust álíta, að þau væru óveruleg. Rannsóknir Braga Arnasonar 1966—67 (1968) veittu mikla vitneskju um þessi skipti. I ljós kom, að þeirra gætti mun meira en áður hafði verið talið. Ekki var þó talið ósennilegt, að Bárðarbunga væri gaddjökull, eða svo nærri því að vera gadd- jökull, að þessara samsætuskipta milli vatns og íss gætti þar mjög lítið. Til að kanna þessi samskipti vatns og íss á Bárðarbungu nánar, var farið í leiðangur á Vatnajökul á vegum Raunvísindastofnunar Háskólans og Jöklarann- sóknafélags Islands sumarið 1968. Var þá m. a. boruð 41 m djúp hola á Bárðarbungu með bræðslubor og tvívetnis- og þrívetnisstyrkur sýn- anna mældur. Niðurstöður þessara mælinga voru birtar í tveimur greinum í 18. árgangi Jökuls (Arnason 1968, Theodórsson 1968). Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar, því að þær sýndu, að þrívetnisstyrkur íssins á Bárðar- bungu fylgdi nærri nákvæmlega þrívetnissveifl- um úrkomunnar síðustu átta ár. Af þessu mátti ráða, að leysingarvatn, ef eitthvað væri, spillti mjög lítið samsætuhlutfalli íssins. Við mælingar á sýnum, sem tekin voru með bræðslubornum í hjarni jökulsins, kom í ljós, að bræðsluvatn frá bornum spillti svo mjög tví- vetnisstyrk sýnanna, að túlkun mælinganna var mjög vafasöm. Eftir mælingu á þrívetnisstyrk sýna frá Bárð- arbungu (Theodórsson 1968), sem tekin voru sumarið 1968, styrktist mjög von okkar um, að samsætuhlutfall issins varðveittist að mestu í jöklinum. Samtímis þessu bárust fréttir frá Dan- mörku um mjög góðan árangur mælinga Dans- gaards á djúpkjarna úr Grænlandsjökli, sem þegar hefur verið getið. Ljóst var þó, að tölu- verðra viðbótargagna yrði að afla um Bárðar- bungu, áður en rétt væri að ráðast í djúpborun þar. Fyrst og fremst yrði að ná sýnum af sem mestu dýpi úr hjarninu, sem nothæf væru til tvívetnismælinga. Ennfremur þyrfti að ná sýn- JÖKULL 20. ÁR 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.