Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 6

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 6
um af meira dýpi en áður úr hinum samfellda ís, sem undir hjarninu liggur, en á 30—40 metra dýpi breytist hjarnið í tæran ís. Ur ísnum mætti taka sýni með bræðslubornum, því að hann breytir ekki samsætuhlutfalli íssins. Auk fyrrgreindra tvívetnis- og þrívetnisrann- sókna, liafa hitastig íssins og þykkt jökuls- ins einnig verið könnuð. Aður en sagt er frá rannsóknarleiðöngrum síðustu tveggja ára og árangri þeirra, vil ég greina nokkuð frá þeirri rannsóknatækni, sem beitt hefur verið við þess- ar mælingar. ENDURBÆTUR Á SNÚNINGSBOR Vegna þess hve mikilvægt var talið að ná sýn- um til tvívetnismælinga úr sem mestu dýpi í gryfju eða með snúningsbor, var ákveðið að endurbæta snúningsborinn. Með handsnúnum bor hefur reynzt erfitt að bora dýpri holur en fimm metra, vegna þess að þegar borstengurn- ar lengjast, verður erfiðara að ná jöfnu átaki á borinn. Ennfremur gætir sláttar á borstöngun- um æ meira, eftir því sem borholan verður dýpri. Endurbætur þær, sem reyndar voru á bornum, voru tvíþættar. Við borinn var tengd rafknúin handborvél, og á stengurnar voru settir stýrihólkar, sem léku lausir á borstöngunum og náðu nærri út í veggi borholunnar. Handborvélin, sem notuð var, snerist 750 snúninga á mínútu. Þetta var talinn of mikill hraði fyrir ísborinn og var því hraðinn minnk- aður með reimdrifi. Afl rafvélarinnar í hand- bornum var 500 wött, og var hún knúin af sama benzínrafli og bræðsluborinn. Þessi nýi borbúnaður var smíðaður af Karli Benjaminssyni, áhaldasmið Raunvísindastofn- unarinnar, og var hann reyndur í fyrsta skipti í stuttum rannsóknaleiðangri, sem farinn var í þyrlu Landhelgisgæzlunnar á Langjökul snemma í maí 1969. Búnaðurinn reyndist vel, og um hálfum mánuði síðar var farið með hann nær óbreyttan í fyrrnefndan leiðangur á Vatnajökul. Á síðustu stundu var þó lengd einnar stangar- innar aukin úr einum metra upp í sex metra, og var samanlögð lengd borstanganna þá 16 metrar í stað 12 áður. Aðstaða til borunar á jöklinum með bor þess- um var hin ákjósanlegasta, vegna þess að grafin var 10 metra djúp gryfja, en fyrir ofan hana 4 JÖKULL 20. ÁR var gálgi með trissu, sem auðveldaði mjög að draga upp bor og borstöng. Auk þess þurfti þá aldrei að taka sundur neðstu 10 metra bor- stangarinnar. Var árangur borunarinnar eftir Itjörtustu vonum. Sumarið 1970 var farið með borinn óbreyttan á Bárðarbungu. Megintilgangurinn var þá að mæla lritastigið í jöklinum. í þetta sinn var gryfjan ekki nema tæplega þriggja metra djúp og engin trissa til að auðvelda uppdrátt bors- ins. Við þessar aðstæður reyndust samskeyti bor- stanganna óhentug. í leiðangrinum var notuð ný rafborvél, sem hafði minni snúningshraða (250 sn./mín.) en hin fyrri. Var því reynt að tengja hana beint við borstöng ísborsins. Gekk allvel að bora á þennan hátt, enda þótt snún- ingshraðinn væri í hæsta lagi. Var því hætt að nota borpall með reimdrifi. í september 1970 var enn haldið á Vatnajökul með þennan bor. Fyrir þennan leiðangur höfðu samskeyti borstanganna verið gerð einfaldari. Ferkantaðir hólkar voru soðnir á enda stang- anna. Hólkur efri stangarinnar er rýmri og gengur hann yfir hólk liinnar neðri. Bolti er síðan skrúfaður í gegnum hólkana og heldur hann þeim saman. Þessi samtenging reyndist einföld og var fljótlegt að tengja stengurnar saman og losa þær sundur að nýju. Reynslan af bor þessum hefur verið góð, en þó er erfitt að bora dýpra en 12—15 metra djúpar holur. Eigi að bora dýpra, þarf gálga og trissu til að draga borinn upp. Borinn er einn metri að lengd, en ekki fást nema um 35 cm langir kjarnar í hvert skipti, Jrví að íssvarfið fyllir efri hluta borsins. Er það óneitanlega töluverður galli, að ekki skuli fást lengri kjarnar við hverja borun. Sennilega mætti tvöfalda lengd borsins, og mundi það auka verulega borhraðann, því að það tekur borinn ekki nema 10 til 15 sekúndur að skera sig niður þessa 35 cm. Þurfi að bora dýpra en 20 metra, verður að gera róttækar breytingar á bornum. Verður rafvélin þá helzt að fara niður í holuna með ísbornum til að unnt sé að losna við hina löngu borstöng, sem ella þyrfti. í stuttu máli má því segja, að með urn tvö- falt lengri bor en notaður hefur verið, sé hin endurbætta bortækni mjög hentug fyrir allt að 10—20 metra djúpar holur, en eigi að bora dýpra, verði að breyta bornum verulega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.