Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 8

Jökull - 01.12.1970, Side 8
Mynd 3. Tæki til mælinga á hitastigi í botni borhola. F: festing í kapal (K). P: járnhólkur. R: járnrör til hlífðar torleiðiviðnámi. Fig. 3. Temperature probe for measuring temp- erature in the bottom of a borehole. R is a steelpipe for protecting a thermistor. mælt og verður því upphitunin hin sama í bæði skiptin. Við þessar mælingar í hjarni jökulsins er þó ekki svo. Viðnámið er kvarðað í vatnsbaði, en hitamælingin er gerð í snjó. I síðari leiðangrinum 1970 gætti þessara truflandi áhrifa ekki, því að spennan yfir viðnámsbrúna var lækkuð svo mikið, að hitunin varð hverf- andi lítil. Þegar unnið var úr hitamælingum maí-leið- angursins, reyndist hitaferillinn nokkuð frá- 6 JÖKULL 20. ÁR brugðinn því, sem búast hefði mátt við. (Mynd 11). Hitamælingin var kynnt nokkuð á alþjóð- legu móti jöklafræðinga að Skógum í júní sama ár, og voru þar flestir á því, að ekki væri allt með felldu með þessar niðurstöður, enda þótt erfitt væri að benda á nokkuð, sem hefði getað valdið verulegum truflunum. í öðrum leiðangri á Bárðarbungu sama ár voru gerðar mun ítarlegri hitamælingar og kannað vandlega, live nákvæmar þessar mæl- ingar væru og athuguð áhrif þeirra þátta, sem gátu valdið skekkju. Meðal annars var kannað vel, hve langan tíma það tæki hitaviðnámið að ná jafnvægi í hjarninu og hvaða áhrif það hefði á hitamælinguna, ef hitastig stálrörsins með viðnáminu væri töluvert frábrugðið hita- stigi hjarnsins. Ennfremur voru gerðar saman- burðarmælingar með tveimur hitaviðnámum og viðnámin borin saman við nákvæman kvika- silfurshitamæli (0.2° C milli strika). Allar þess- ar prófanir sýndu, að hitamælingum var að fullu hægt að treysta. I hitamælingunum í maí gat laus snjór á botni borholunnar truflað hitamælinguna. Þegar snúningsborinn er dreginn upp úr hol- unni, skafa borinn og stýrihólkarnir á borstöng- unum ávallt nokkurn snjó úr veggjum holunn- ar, og fellur þessi snjór niður á botn hennar. Þegar hitamælirinn er síðan látinn falla niður á botn holunnar, getur svo mikill lausasnjór hafa fallið niður í holuna, að stálrörið með hitaviðnáminu komist ekki niður í gegnum þennan lausasnjó og sýni því ekki hinn sanna botnhita. Tvennt var gert í haustleiðangrinum til að sneiða hjá þessum vanda. í fyrsta lagi var stálrörið með hinu innsteypta hitaviðnámi gert næstum tvöfalt lengra en það hafði áður verið og ennfremur var smíðaður sérstakur hita- mælir, sem mældi hitastigið í vegg borholunnar í stað botns hennar. Þessi hitamælir er sýndur á Mynd 4. Hitanemar beggja mælanna eru svipaðir að gerð. Hitaviðnám veggmælisins er steypt inn í 6 mm stálrör. Þetta stálrör er rekið inn í vegg borholunnar með þrýstilofti, og dregið út á sama hátt. Stálrörið með hitavið- náminu er fest við bullu, sem gengur í strokk. Strokkurinn er loftþéttur og er hægt að blása þrýstilofti inn í strokkinn hvoru megin við bulluna sem vera skal. Tvær þrýstiloftsslöngur, sem tengdar eru hvor við sinn enda strokks- ins, liggja upp úr borholunni. Lofti úr þrýsti-

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.