Jökull


Jökull - 01.12.1970, Page 11

Jökull - 01.12.1970, Page 11
Mynd 6. Leiðangursmenn að lokinni ferð á Vatnajökul í júní 1969. Litla telpan á myndinni og flaskan lengst til vinstri voru ekki á vegum leiðangursins. Fig. 6. Members of Vatnajökull Expedition at the Jökulheimar hut in June 1969. Kötlugosi 1918. Þar sem íslög jöklanna leggj- ast á mjög reglubundinn hátt á yfirborð þeirra og öskulögin er auðvelt að greina í tærum ísn- um, má ætla, að öskulög í jöklum geti veitt mikilvæga vitneskju um eldgos á íslandi síðustu 1000—2000 ár, jafnframt því að sum þeirra má nota til aldursákvörðunar á ískjarnanum. Samtímis boruninni með bræðslubornum var tekið að grafa gryfju. Þar sem vitað var, að þykkt hjarnsins er þarna 30—40 m, en snúnings- borinn gat í mesta lagi náð 17 m niður, var æskilegt að grafa sem dýpst, til að ná tvívetnis- sýnum úr sem mestum hluta hjarnsins. Þegar gryfjan var orðin um það bil fimm metra djúp, var snjóbílnum lagt við brún gryfjunnar, en gálgi búinn til úr skíðum og festur við þak snjóbílsins. Trissuhjól var síðan fest við skíðin. Þá var gerð karfa úr tréramma og strigapoka og var snjórinn eftir þetta dreginn upp úr gryijunni í þessari körfu með hjálp gálgans og trissunnar. Enda þótt hjarnið væri mjög hart J)arna, sóttist þetta verk allvel, enda voru þar aðalmenn tveir þaulvanir og hörkuduglegir grafarar. Þegar gryfjan var orðin liðlega 10 metra djúp var varla talið vogandi að grafa dýpra, því að öryggisbúnaður var næsta lítill. Auk þess var farinn að styttast sá tími, sem ætl- aður hafði verið til leiðangursins. Að greftrinum loknum var borað með snún- ingsbornum frá botni gryfjunnar, með hinum nýja borbúnaði, sem þegar hefur verið lýst, Gekk sú borun vel og tók það alls tæpan sólar- hring að bora 17 metra djúpa liolu. Hin djúpa gryfja og gálginn flýttu mjög fyrir boruninni. Með gryfjugreftri og borun með snúningsborn- um tókst að ná sýnum fyrir tvívetnismæling- arnar niður á 27 metra dýpi, en þetta var mun betri árangur en við höfðum vænzt, og reynd- JÖKULL 20. ÁR 9

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.