Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 12

Jökull - 01.12.1970, Side 12
Mynd 7. Næturvaktin undirbýr síðari hluta gryfjugraftarins. Fig. 7. Making a basket for nse in digging a deep pit. Mynd 8. Snjóbíllinn við gryfjubrún gaf trausta festingu fyrir gálga við djúpu gryfjuna. Fig. 8. Hauling up ice in the basket from the deep pit. ust sýnin mjög mikilvæg fyrir tvívetnisrann- sóknirnar (Árnason 1970). Hér mun ekki gerð grein fyrir niðurstöðum tvívetnis- og þrívetnismælinga á sýnum, sem tekin voru í þessum leiðangri. Þess skal þó get- ið, að þær hafa heldur styrkt þá trú okkar, að jökullinn varðveiti á Bárðarbungu tvívetnis- styrk úrkomunnar. Þó hefur ekki enn fengizt fullur skilningur á samsætuskiptum í jöklinum. Leiðangursmenn nutu hins bezta veðurs allan þann tíma, sem þeir voru á jökli, og átti það drjúgan þátt í hinum góða árangri ferðarinn- ar. Hinn 5. júní var komið í Jökulheima, en daginn eftir var ekið í bæinn. Mynd 9. Séð ofan í gryfjuna á Bárðarbungu í júní 1969. Dýpt hennar var 10 metrar. Fig. 9. Looking down into the deep pit at Vatnajökull in June 1969. Þegar unnið hafði verið að fullu úr niður- stöðum þessara mælinga, var talið æskilegt að kanna hitastig jökulsins og þykkt hans. Var þetta meginverkefni tveggja leiðangra, sem farnir voru á Bárðarbungu ári síðar. LEIÐANGUR Á BÁRÐARBUNGU í MAÍ 1970 Lagt var af stað frá Reykjavík laugardaginn 16. maí. Auk hópsins, sem fór á Bárðarbungu, var þarna leiðangur Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn og ennfremur hópur tir hjálparsveit skáta, sem ætlaði i þjálfunarleiðangur á Vatna- jökul í snjóbíl sveitarinnar. Þegar komið var norður undir Þóristind, tók færðin að þyngjast, og við Þröskuld varð að skilja bílana eftir. Þaðan var lagt af stað í Jökli I og snjóbíl hjálp- arsveitarinnar. Ymsir erfiðleikar urðu á vegin- um, sem ekki munu raktir hér, og var ekki haldið á jökul fyrr en síðdegis á mánudag. Þegar komið var 10 km inn á jökul, skildust leiðir og Bárðarbungufarar héldu norður á við. í þessum hópi voru Páll Theodórsson, sem var leiðangursstjóri, Olafur Pálsson, Eiríkur Gunn- arsson, Þórður Sigurðsson og Guðlaug Erlends- dóttir. Mánudaginn var bjart veður, en undir kvöldið gekk þoka yfir jökulinn og veður tók að spillast. Þegar komið var upp undir 1800 metra hæð um 10 km SA af hábungunni var slegið upp tjöldum, en klukkan var þá orðin sjö að þriðju- 1 0 JÖKULL 20. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.