Jökull


Jökull - 01.12.1970, Síða 14

Jökull - 01.12.1970, Síða 14
að taka yrði niðurstöðunum með mikilli varúð. Það var einkum þrennt, sem mönnum virtist ósennilegt: 1) að á 14. metra skyldi hitastigið stíga svo ört að frostmarki, 2) að hitastigið skyldi nær ekkert lækka frá 7 niður í 13 metra dýpi og loks 3) að hitaferillinn skyldi ekki vera jafnari, en á honum koma fram um 0.4° C sveiflur í hitastiginu, enda þótt nákvæmni mæl- isins væri 0.02—0.03° C. Ef varminn berst ein- ungis með leiðni, ættu slíkar hitasveiflur ekki að geta myndazt. F.ftir að hafa íhugað vandlega þær mótbárur, sem komu fram gegn þessum mæliniðurstöðum, og endurskoðað nokkur atriði mæltækninnar, taldi ég þó, að niðurstöðurnar væru í öllum meginatriðum réttar. Eg vil nú ræða í stuttu máli ofangreindar mótbárur. A það var bent á Skógafundinum, að verið gæti, að ekki hefði verið beðið nógu lengi, þar til aflestur var tekinn með viðnáms- hitamælinum. Þetta atriði hafði vissulega ekki verið kannað nógu vel á jöklinum, en hins veg- ar bentu sterkar líkur til, að þetta gæti ekki haft veruleg áhrif. Bent var á, að erfitt væri að trúa því, að hita- stigið stigi svo ört á 14. metranum, sem mæl- ingarnar bentu til. Svo öra hitabreytingu er ekki hægt að skýra með varmaleiðni, þetta bratta þrep mundi fljótlega jafnast út, og hita- ferillinn yrði meira aflíðandi. Ef þetta er rétt, virðist aðeins ein skýring til á þessu þrepi, en hún er sú, að leysingarvatn seytli gegnum frost- lög efstu þrettán metra jökulsins eftir þröng- um rásum, en nái fyrst að breiðast út, þegar það kemur niður á dýpi, þar sem ísinn er á frostmarki og skili þar storkunarvarma sínum. Erfitt er að skýra hinn tiltölulega flata hluta hitaferilsins milli 6 og 13 metra dýpi. Eg tel þó, að ekki sé annað unnt en að treysta hita- mælingunum, en láta þetta atriði óskýrt, þar til frekari mælingar hafa verið gerðar. Loks er það hið tennta lag hitaferilsins, hinar minni sveiflur, sem koma fram. Vera kann að lausasnjór, sem hrunið hefur úr veggjum bor- holunnar, valdi þessum truflunum. Ef svo er, þá mætti spyrja, hvers vegna ekki sést þá vott- ur af slíkum truflunum við siðustu sex mæling- arnar, þar sem hitastigið er nákvæmlega við frostmark. Það mælir sterklega gegn því, að lausasnjór hafi truflandi áhrif á mælingarnar. En hvernig getur þá staðið á þessum sveiflum? 1 2 JÖKULL 20. ÁR Hafa ber í huga, að leysingarvatn og úrkoma, sem seytla niður i hjarnið, bera með sér megin- hluta þeirrar varmaorku, sem jökullinn fær. Þessu veldur hinn hái storknunarvarmi vatns- ins. Þegar eitt gramm af vatni við 0° C frýs, getur það hækkað hitastigið í 160 grömmum af ís um 1° C. Ef þetta vatn nær að seytla í gegn- um rásir í hjarni, sem er undir frostmarki, er ekki ósennilegt að hitasveiflur svipaðar þeirn, sem mældust á Bárðarbungu, komi fram. Þetta er einungis sett hér fram sem lausleg tilgáta. Aðeins frekari mælingar geta skýrt þessi atriði til hlítar. Meginniðurstaða hitamælinganna er sú, að jökullinn á Bárðarbungu er á frostmarki, ef undan er skilið efsta lagið, sem fram eftir sumri varðveitir enn kuldabylgju vetrarins. Eins og þegar hefur verið getið, var ekki unnt að framkvæma fyrirhugaðar þykktarmæl- ingar í þessum leiðangri, því að hluti þeirra eru nákvæmar hæðarmælingar, sem einungis er unnt að gera í góðu skyggni. Þar sem stefnt var að djúpborun í Bárðarbungu sumarið 1971, var mjög æskilegt að afla frekari upplýsinga um þykkt jökulsins þar, auk þess sem æskilegt var að gera frekari hitamælingar. Hitamæling- ar að hausti gefa ótvíræðasta svarið við spurn- ingum um meðalhita jökulsins. Því var talið æskilegt að fara í annan leiðangur á jökulinn Það var mest fyrir áhuga Sigurjóns Rist á þess- um rannsóknum, að farið var í annan leiðang- ur á Bárðarbungu þetta ár. LEIÐANGUR Á BÁRÐARBUNGU í SEPTEMBER 1970 í síðari leiðangurinn var lagt frá Reykjavík hinn 12. september. Þátttakendur voru: Páll Theodórsson (leiðangursstjóri), Carl Eiríksson, Magnús Eyjólfsson, Magnús Hallgrímsson, Sig- urjón Rist og Þorvaldur Búason. Var komið inn í Jökulheima laust eftir miðnætti. Var farið á jökulinn í tveimur snjóbílum: Jökli I og í snjóbíl Vatnamælinga. Reyndust báðir bíl- arnir afbragðsvel í þessum leiðangri og sérstak- lega þótti snjóbíll Vatnamælinga lipur. Gekk all- greiðlega að komast að jökulbrúninni og upp á jökulinn. Fyrstu 5—10 kílómetrarnir voru heldur seinfarnir, því að jökullinn var þar nokkuð þýfður, en úr því batnaði færðin, og má heita, að ekið væri á rennisléttu hjarninu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.