Jökull


Jökull - 01.12.1970, Side 26

Jökull - 01.12.1970, Side 26
Horizontal velocity, m/y 0 10 20 30 Mynd 6. Breyting á láréttum hraða með dýpi í skriðjökli. Fig. 6. Variation of horizontal velocity with depth, Athabasca Glacier, Canada. (From Pater- son 1969.) Skal nú bent á nokkrar augljósar afleiðingar framhlaupanna. Meðan á hlaupi stendur, og kannski litlu fyrr, vex rennsli og aurburður jökulánna. Að óbreyttu veðurfari mun rennsli ánna næstu ár verða meira en fyrr. Stafar það af auknu flatarmáli jökuls, lægri hæð jökul- tungu og hve jökullinn er ferlega sprunginn. Þá hörfar jökullinn væntanlega hratt inn yfir fyrri jökulmörk, og nýtt land kemur undan jökli. Sumarið 1968 komu jöklamenn saman í Kan- ada og báru saman ráð sín um framhlaup jökla. Kom þar fram tillaga um, að sem víðast yrði hafin nákvæm rannsókn á jöklum, sem ætla megi, að geti hlaupið fram innan 5 til 10 ára. Beinir það huganum að frekari rannsóknum á Tungnaárjökli, sem síðast hljóp 1945 (Sigmund- ur Freysteinsson, 1968). An rannsókna fyrir og eftir framhlaup fást 24 JÖKULL 20. ÁR engar traustar niðurstöður um orsakir þeirra. Nánar er vikið að tillögum um rannsóknir síðar. UPPTALNING ANNARRA VERKEFNA Nú skal stiklað á stóru um nokkur verkefni. Myndbreyting snjós i ís hefur lítið verið at- huguð á Islandi, en ætla má, að hún gerist óvíða hraðar en á jöklum sunnanlands. Við rannsóknir á ískristöllum bíða ótæmandi verk- efni, sem ættu að geta freistað jarðfræðinga. Stærð og stefna kristalla sýna nokkra mynd af hreyfingu og spennu jökulsins. I fyrstu eru ískristallarnir nokkurn veginn jafnstórir og stefna þeirra er óregluleg, en síðan breytist þetta undir fargi jökulsins. Spennan beinir kristallásum í ákveðnar stefnur, og því meiri sem spennan er, því minni verða kristallarnir. Ef borað verður í jökla á Islandi, er mikilvægt að safna ísmolum í frystikistur og koma þeim til byggða. Þá væri einnig æskilegt, ef unnt er, að mæla lofttegundir í loftbólum, t. d. hlut- fallið milli súrefnis (O2), köfnunarefnis (N2) og koldioxiðs (CO2). Af þeim niðurstöðum má kynnast myndunarsögu íssins (Shoumskii, 1964). Jöklar á íslandi eru taldir vera þíðir. Hin gamla skipting í þíðjökla og gaddjökla er hins vegar of gróf, þegar betur er að gáð. A efstu svæðum Hardangerjökuls í Noregi hafa menn mælt sífreðinn ís. Hagar þannig til, að vetrar- ákoma er lítil eða blæs af svæðinu og nær því frost langt niður í jökulisinn. Leysingarvatn, sem hripar niður snjólagið að vori, frýs jafn- skjótt og það mætir jökulísnum. Síðar um sum- arið rennur leysingarvatnið á yfirborði frá svæðinu, því að sprungur eru fáar. Nokkru undir yfirborði er ís, sem ekki nær að hlýna upp að frostmarki. Hér bíða einnig verkefni á Islandi. Loks nefni ég jökulhlaup þau, sem koma frá stöðuvötnum í jökli, og hin, sem virðast tæmast úr hellum í iðrum jökuls. Ógleymd eru Kötlu- hlaup. NOKKRAR TILLÖGUR Hér hefur verið gerð grein fyrir nokkrum verkefnum í jöklafræði. Rakið var, hve jöklar eru flóknir veðurfarsmælar. Ljóst varð, að vöxt- ur jökla og framskrið fara ekki alltaf saman. Rætt var um takmarkað gildi jökulsporðamæl-

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.