Jökull


Jökull - 01.12.1970, Page 79

Jökull - 01.12.1970, Page 79
— and D. H. Blake. 1966: The formation of a palagonite breccia mass beneath a valley glacier in Iceland. Q.J.G.S. 122, 45—61. Waters, A. C. 1960: Determining direction of flow in basalts. Am. J. Sci. 258-A, 350—366. ÁGRIP HRAUNLÖG FRÁ HLÝSKEIÐUM ÍSALDAR Á SUÐURLANDI OG MYNDUN KUBBABERGS Kristján Sœmundsson í grein þessari er lýst víðáttumiklum hraun- lögum frá hlýskeiðum ísaldar. Þau eru út- breiddust í Rangárvallasýslu milli Þjórsár og Ytri Rangár og í Hreppum finnast þau efst í nokkrum smáfellum, svo sem Skarðsfjalli, Galta- felli og Hlíðarfjalli. Undirlag hrauna þessara er s. k. Hreppa- myndun og er halli hennar yfirleitt norðvest- lægur, víðast yfir 10°. Hraunlögin sjálf eru hins vegar hallalaus, mynduð eftir höggun og rof Hreppamyndunar. Ut frá ummyndun, sem hef- ur leitt til myndunar zeólíta í ólivínbasalti og móbergi má áætla, að rof Hreppamyndunar hafi a. m. k. numið 500—700 m miðað við lág- lendi, áður en hraunlögin runnu, sem um er fjallað í greininni. Alls þekja þau um 250 krn2 lands, aðallega austan Þjórsár. Við Ytri Rangá hverfa þau undir sanda Rangárvalla, þannig að ekki verður séð, hver útbreiðsla þeirra er til austurs. Vestan megin enda hraunlögin venjulega í lágum en bröttum brúnum, t. d. vestan við Ás í Áshverfi og ofan við Efrihamra. Sunnan til eru hraunlögin mjög samfelld, en eyddari ofan til i Holtum og í Hreppum. I Hreppum ná þau mestri hæð á Hlíðarfjalli (370 m y. s.). Heildarþykkt hraunlaganna er mest í Holtum, yfir 100 m í Gíslholtsfjalli og á Sandskarðaheiði. í Hreppum ná þau 70—80 m þykkt í Galtafelli og Skarðsfjalli. Fjöldi og þykkt hraunlaga í einstökum þversniðum eru breytileg. Flest eru þau 5 í Galtafelli vestan- verðu, en færri austan Þjórsár. Undirlag hrauna þessara er yfirleitt völuberg eða sandsteinn, sem ber einkenni árframburð- ar, á einstaka stað er einnig jökulberg. Undir- lagið er mishæðótt og bendir til, að hraunin hafi runnið í dölum og lægðum í Hreppum, en breiðzt út yfir smáhæðótt undirlendi austan Þjórsár. Bergfræðilegur munur er allmikill á Hreppa- hraununum annars vegar og hraununum aust- an Þjórsár hins vegar. Það bendir til ólíks upp- runa. Sennilega eru Hreppahraunin eldri, þar sem þau eru meira rofin. Upptök hraunanna eru ókunn. Hreppahraunin eru sennilega runn- in norðan eða norðaustan að, en hraunin aust- an Þjórsár að öllum líkindum norðaustan eða austan að frá gosstöðvum í eystra gosbeltinu. Hraunlögin eru öll með réttri segulstefnu og því ekki eldri en 700.000 ára. Höfundur álítur mögulegt, að hraunlögin austan Þjórsár séu frá síðasta hlýskeiði, en telur Hreppahraunin vera frá eldra hlýskeiði. Hreppahraunin eru að nokkru leyti af þeirri gerð, sem nefncl hefur verið kubbaberg hér- lendis. Einkenni slíkra hrauna er tvískipting í hlutfallslega þykkan, smásprunginn og lítt eða óreglulega stuðlaðan efri hluta ofan á þunnu stuðlabergslagi með reglulegri stuðlun. Slíkt storkunarform í basalthraunum er algengt víða um land, einkum í kvarterum myndunum. I greininni er sýnt fram á, að vatnsrennsli út á hálfstorknuð hraunin muni hafa valdið mynd- un kubbabergsins. Helztu rök með því eru þessi: Skilin milli kubbabergsins og stuðlabergs- ins eru ávallt nærri botni laganna, en það sýnir, að storknunin hefur orðið miklu hraðari ofan frá. Kubbabergið er smákristallaðra en stuðlabergið og jafnframt glerkennt, en það bendir til hraðari storknunar. Loks má sjá, að kubbabergið gengur á einstaka stað yfir í mó- berg og bólstraberg, en myndun þess verður eingöngu í vatni. Bent er á dæmi frá Jökulsá á Fjöllum um kubbabergsmyndun í hraunum, sem runnu eft- ir ísöld. Þar hefur kubbabergið myndazt, er liraun fylltu farvegi ánna, en voru ekki full- kólnuð, þegar árnar brutust út yfir þau á ný. Vatnið hefur hraðað kólnun hraunanna og valdið við það spennu, sem leiddi til hinna óreglulegu kólnunarsprungna. Sömu aðstæður gætu hafa valdið kubbabergsmyndun í Hreppa- hraununum. Annars staðar gæti kubbaberg mynclazt, þegar hraun rynnu undir vatni. Vari er tekinn fyrir því að túlka allt storknunar- form, sem líkist kubbabergi, á þennan hátt. JÖKULL 20. ÁR 77

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.