Jökull


Jökull - 01.12.1970, Page 84

Jökull - 01.12.1970, Page 84
Vat?iajökull. Hinn 30. júlí 1969 setti Gutt- ormur Sigbjarnarson upp jökulmerkið nr. 193 við Sylgjujökul, en svo nefnist skriðjökulstung- an á milli Kerlinga og Hamarsins. Merkið er 1115 m y. s. austan í 1150 m háu móbergsfelli, hvassbrýnd nibba ásamt merkinu ákveður mæli- línu inn á jökulinn. Gengið var frá F.M. (járn- bolta) í klöpp ofan merkisins, til þess að unnt verði að festa það í hnitakerfi Landm. ísl. Tilgangurinn með merki þessu, auk þess að mæla lengdarbreytingar á jökuljaðri, er að hefja reglubundnar sniðmælingar inn á jökulinn í meiri hæð en annars staðar við jökuljaðar. Tungnaárjökull heldur enn áfram að hopa. Auk Carls J. Eiríkssonar eru staðháttum kunn- ugir bræðurnir Hörður og Haukur Hafliðasyn- ir, Halldór Gíslason, Valur Jóhannesson og Guðmundur Jónasson. Skeiðarárjökull. I bréfi 5. nóv. 1969 segir Ragnar í Skaftafelli m. a.: „Laust eftir miðj- an sept. s.l. veitti ég því eftirtekt, að hæðar- bunga var að myndast á jöklinum í stefnu héðan frá bænum að sjá á Hvirfilsdalsskarð, þ. e. á sömu slóðum og hann hefur hækkað mest fyrir síðustu hlaup. Til þess nú að sjá sömu klapparflösina í norðurenda Lómagnúps verð ég að standa 5 m hærra í túnbrekkunni neðan við bæinn heldur en í ágúst í sumar. Líklega er jökullinn lítið eitt farinn að hækka í jökultánni héðan að sjá, fullyrði það þó ekki að svo stöddu. Má ætla, að framskrið jökulsins við Ei (Sæluhús) sé af sama toga spunnið. Það hefur sýnt sig, að jökullinn skríður oft fram á smá svæðum fyrir hlaup og vatn brýzt svo und- an jöklinum einmitt þar, sem hann hefur hlaup- ið fram nýverið.“ I bréfi með mælingaskýrslunni segir Flosi Björnsson á Kvískerjum: „Þótt Kviárjökull hafi ekki hopað, skv. mælingunni, hefur hann þó greinilega lækkað allur í sumar og sléttazt víðast hvar, einkum framan til. Uppi í rótum hans sést í klett, sem ekki mun hafa sézt áður, svo vitað sé. En jökuljaðarinn er aurborinn, þar sem mælt er, og bráðnar því seinna. Hrút- árjökull virðist ekki hækka, viðast fremur slétt- ast. Þótt Fjallsjökull hafi skriðað fram á tveim- ur mælingastöðunum, sýnast þó varla mikil brögð að breytingum á honum yfir að líta. En vitanlega er ógerlegt að segja um að svo stöddu, hvort líkur séu til að framhald verði á framskriði þessu eða ekki. Enda þurfa senni- 82 JÖKULL 20. ÁR lega ekki miklar breytingar til, að komið geti fram allmikill munur á mælingum frá ári til árs. Ekki er vitað um Fjallsárhlaup í sumar (1969), en þar með er ekki sagt, að það gæti ekki hafa orðið, án þess að eftir væri tekið. Síðan Fjallsá var brúuð — þarna uppi við lónið — er hlaupunum, ekki stærri en þau eru að jafnaði, veitt minni athygli en áður var af flestum, sem leið eiga um þessar slóðir." Og enn segir Flosi: „Upp af Nýgrceðum (J. 143) féll mæling niður (1969) eins og síðastliðið ár (1968) vegna jökullónsins. Jökuljaðrinum hallar talsvert bratt niður í lónið, að vísu ekki á floti, enda virðist lónið enn vera tiltölulega grunnt, af jökum að dæma. Og munu líkur til, að jökull kunni enn að vera í botni þess. Þetta lón, sem skerst inn úr Jökulsárlóni, hefur breikkað nokkuð síðan í fyrrahaust, er á að gizka á annað hundrað rnetrar. Helzt lítur út fyrir, að lónið muni haldast áfram næstu árin, haldi jökullinn áfram að hopa.“ Um framskrið á austanverðum Breiðamerkur- jökli segir Þorsteinn Guðmundsson frá Reyni- völlum í bréfi með mælingaskýrslunni: „Eg sendi þér hér með niðurstöður af jöklamæling- unum á þessu hausti. Þær eru ekki eins glæsi- legar nú eins og að undanförnu. Mér virðist, að framskrið sé að byrja eða nýbyrjað. Það er eins og þarna sé ógurleg tröllajarðýta að verki, sem ýtir á undan sér möl og grjóti og stórum ísstykkjum, sem brotna í jökuljaðrinum, allt í einn hrærigraut. Meira bar á þessu í eystri mælistaðnum, nær Fellsfjalli, enda framskrið þar meira. Eg vona, að þetta framskrið sé að- eins stundarfyrirbrigði. Það hefur komið fyrir áður, t. d. 1943 gekk jökullinn fram 35 metra, en árið á undan hafði hann stytzt um 29 m og svo árið eftir, þ. e. 1944, styttist hann um 18 metra.“ Steinn Þórhallsson á Breiðabólstað er kunn- ugur staðháttum við mælistaðina. í bréfi frá 25. okt. 1969 tekur Skarphéðinn Gíslason fram, að x votviðrunum sumarið og haustið 1969 hafi jökulsporðarnir allir þynnzt. Einna mest er breytingin við Brókarjökul, 50 m stytting á allþykkum jökulsporði. Eitt sam- hangandi lón er nú frá Hafrafelli og austur að Geitakinn og hefur Heinabergsjökull allur þynnzt mikið. Jökullinn austan Hólmsár (Fláa- jökull), sem gekk fram s.l. ár (1968), hefur nú Framhald á bls. 93.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.